Myndlistasýningin Ljósdraugar opnar laugardaginn 15. september klukkan 14:00-17:00 í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík á Nýlendugötu 17A.

Eygló Harðardóttir myndlistarkona hefur málað í garðinum undanfarnar vikur. Verkið Ljósdraugar er litaskrásetning sem enduspeglar- og endurspeglast í umhverfinu.

Heiti verksins vísar til huglægrar upplifunar á litum og áhrifum sem litir geta framkallað við vissar aðstæður.

Eygló mun bæta við og breyta verkinu á sýningartímanum en sýningin stendur til 15. apríl 2013.

Garðurinn er alltaf opinn.

Heimalöguð gulrótarsúpu og léttar veitingar í húsnæði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík á Nýlendugötu 15.

 

Allir velkomnir.Eygló Harðardóttir sími 6917929
Verkefnastjóri
Jóna Hlíf Halldórsdóttir sími 6630545

Hafðu

samband!