Sequences

seq-logo

 

MYNDHÖGGVARAFÉLAGIР / REYKJAVÍK SCULPTURE ASSOCIATION

Ragnheiður Gestsdóttir

Loco Motion (2013)

Ragnheiður Gestsdóttir fæst aðallega við myndbandsverk og innsetningar en hún er myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður. Í verkum sínum vinnur hún með hugmyndir um þekkingu, tungumál og skynjun og rannsakar á glettinn hátt  skipulag og valdakerfi í menningunni. Í verkunum sameinast hið ljóðræna og hið fráleita og gjarnan má sjá endurspeglast í þeim bakgrunn Ragnheiðar sem liggur í sjónrænni mannfræði. Í verkum sem lúta að kvikmyndum leitast hún við að víkka út og kanna birtingarmyndir í kvikmyndum. Í innsetningu sem Ragnheiður vinnur fyrir Sequences mun hún reyna að ráða fram úr ráðgátu sem veldur eilífum heilabrotum sem snúa að tíma og rými.

A visual artist and independent filmmaker, Gestsdóttir works mainly with film, video and installations. Focusing on ideas of knowl- edge, language and perception her artwork play fully explores systems and power structures in our culture. It merges the poetic and the absurd, oftentimes reflecting on her background in visual anthropology. In her cinematic work she seeks to expand and explore forms of representation in film. In her installation for Sequences Gestsdóttir will attempt to unravel the mindboggling mystery of time and place.

 Ragnheiður Gestsdóttir (IS, 1975) www.this.is/ragnheidurgestsdottir

 

MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ / REYKJAVÍK SCULPTURE ASSOCIATION

HÖGGMYNDAGARÐURINN / SCULPTURE GARDEN

Eygló Harðardóttir & Ríkharður H. Friðriksson

 Ys og þys / Hustle and Bustle (2013)

 Myndlistarmaðurinn Eygló og tónskáldið Ríkharður sameina krafta sína í myndbands- og hljóðverkinu „Ys og þys“. Það er unnið úr indverskum samgöngumyndum og hljóðum. Upptökurnar voru gerðar á Suður-Indlandi og endurspegla ys, þys og eril í litríku indversku mannhafinu.  Uppákoman verður í ljósaskiptunum undir berum himni í verkinu „Ljósdraugar“ í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í  Reykjavík.

 Visual artist Harðardóttir and composer Friðriksson join forces in the video and sound work Hustle and Bustle, which will be performed during twilight and into the night. It is made from the images and sounds of Indian traffic. The recordings were made in South India and reflect the hustle, bustle and turbulence of the colourful ocean of the Indian people. The performance will be open-air, inside the work Afterimages by Harðardóttir, situated in the Sculpture Garden next to the Reykjavík Sculpture Association.

Eygló Harðardóttir (IS, 1964) http://eyglohardar.com

& Ríkharður H. Friðriksson (IS, 1960) https://soundcloud.com/rikhardur

Hafðu

samband!