Tvær sýningaropnanir á hljóðskúlptúrum

Fréttatilkynning

Tvær sýningaropnanir á hljóðskúlptúrum laugardaginn 18. maí kl. 12.00

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík // Nýlendugata 15

Höggmyndagarðurinn // Nýlendugata 17a

www.mhr.iswww.gardurinn.mhr.is

Laugardaginn 18. maí kl. 12.00 opna Finnbogi Pétursson og Per Svensson hljóðskúlptúra í Höggmyndagarðinum og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík.

Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum er opin allan sólarhringinn til 4. ágúst 2013 en sýningin hans Per Svensson í Myndhöggvarafélaginu mun aðeins standa yfir þessa einu helgi frá kl. 12.00 til 18.00 báða dagana.

1Finnbogi3Finnbogi hefur komið fyrir ljósastaur í miðjum garðinum og hengt í tvær hátalarabjöllur sem eru hluti af gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Þetta eru hátalaralúðrarnir sem hægt er að sjá á myndum frá 17. júní fyrir um það bil 40 – 50 árum síðan.

Finnbogi hefur í samstarfi við borgarstjórann í Reykjavík, hljóðritað átta tíma svefn hans. Upptakan verður spiluð úr lúðrunum yfir daginn, gestum og gangandi er boðið að koma í garðinn í sumar, leggjast í grasið og láta sig dreyma með borgarstjóranum. Verkið er lágstemmt, að mestu þögn, en þó má heyra eina og eina hrotu og kannski má greina gnarr úr tönn.

Finnbogi er í fremstu röð íslenskra myndlistamanna. Finnbogi fæddist í Reykjavík 1959 og nam fyrst við Myndlista- og handíðaskólann, nýlistadeild og síðar við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Hann hefur sýnt verk sín víða um heiminn og var meðal annars fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001. Hljóðtengdar innsetningar hafa verið eitt aðaleinkenni Finnboga.

Nánari upplýsingar um verk Finnboga er að finna á heimasíðunni www.finnbogi.com.

Per Sveinsson – “The foreces of nature // Icelandic Document II”

Listamaðurinn Per Svensson fæddist í Gautaborg í Svíþjóð árið 1965. Hann er gestalistamaður hjá SÍM og hefur unnið nýtt höggmynda- og hljóðverk í verkstæði Myndhöggvarafélagsins fyrir sýninguna. Í verkinu er fjallað um náttúruöflin og geómetrísk form eða frumstæð hljóð úr úr náttúrunni. Um verkið segir Per: “…a structure of Sculpture and Sound art. Sound sculptures containing sound compositions. The sculptural wood and metal structures are containing loudspeakers and sound units. The Sound is various compositions from field recordings recorded in Iceland and other countries”.

Verk Pers er unnið úr upptökum sem hann tók upp á ferð sinni um Íslandi í júlímánuði árið 1981. Það byggir á eldra verki Pers ”The Iceland Document” frá sama ári. Listamaðurinn verður viðstaddur opnunina.

Nánari upplýsingar um Per Svensson er að finna á heimasíðunni:  http://www.persvenssonsoundart.com.

Boðið verður upp á súpu, brauð og léttar veitingar.

Verkefnastjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Sími 6630545

Allir velkomnir.

Hafðu

samband!