Ákveðið hefur að framlengja hljóðskúlptúr í Höggmyndagarðinum eftir Finnboga Pétursonar fram yfir Menningarnótt eða til 25. ágúst 2013.


Finnbogi hefur komið fyrir ljósastaur í miðjum garðinum og hengt í tvær hátalarabjöllur sem eru hluti af gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Þetta eru hátalaralúðrarnir sem hægt er að sjá á myndum frá 17. júní fyrir um það bil 40 – 50 árum síðan.
1Finnbogi1

Finnbogi hefur í samstarfi við borgarstjórann í Reykjavík, hljóðritað átta tíma svefn hans. Upptakan verður
spiluð úr lúðrunum yfir daginn, gestum og gangandi er boðið að koma í garðinn í sumar, leggjast í grasið og láta sig dreyma með borgarstjóranum. Verkið er lágstemmt, að mestu þögn, en þó má heyra eina og eina hrotu og kannski má greina gnarr úr tönn.


Finnbogi er í fremstu röð íslenskra myndlistamanna. Finnbogi fæddist í Reykjavík 1959 og nam fyrst við Myndlista- og handíðaskólann, nýlistadeild og síðar við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Hann hefur sýnt verk sín víða um heiminn og var meðal annars fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001. Hljóðtengdar innsetningar hafa verið eitt aðaleinkenni Finnboga.

Nánari upplýsingar um verk Finnboga er að finna á heimasíðunni www.finnbogi.com.

 

 

 

Hafðu

samband!