Félagslög MHR

 1. Félagið heitir Myndhöggvarafélagið í Reykjavík. Stofnadagur 17. ágúst 1972. Aðsetur og varnarþing er í Reykjavík.
 2. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík: 
  Félagið er hagsmunafélag myndlistarmanna sem vinna verk sín í þrívíðu formi.
 3. Markmið:
  a) Að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og vinna að bættum kjörum þeim til handa.
  b) Að kynna myndlist félagsmanna sem víðast, s.s. með sýningum innanlands sem utan og með upplýsingamiðlun til stofnana, innlendra sem erlendra.
  c) Að stuðla að bættum starfsskilyrðum félagsmanna , t.d. í vinnuhúsnæði félagsinsog koma á samvinnu við erlenda aðila sem reka gestaíbúðir og vinnustofur.
  d) Að miðla þekkingu og hagnýtum aðferðum til félagsmanna og efna til fyrirlestra og námskeiðahalds.
  e) Að gefa út vandaðar sýningabækur eða safnrit, félagsmálamöppur og upplýsingarit eftir því sem fjárhagur leyfir.
  f) Að vera til ráðuneytis þeim félagsmönnum sem gera þurfa samninga vegna stórra verkefna, t.d. skreytinga í opinberum byggingum o.fl.
 4. Félagsaðild:
  Umsóknir um félagsaðild skulu vera skriflegar og sendast stjórn eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund. Rétt til félagsaðildar eiga allir myndhöggvarar sem heirihluti aðalfundar samþykkir.
  Félagar greiða árgjald sem aðalfundur ákveður hverju sinni. Atkvæðisréttur allra félagsmanna er jafn. Félalgsmaður sem eigi er í skilum með árgjald sitt eða greiðir ekki önnur gjöld samkvæmt ákvörðun félagsfundar, s.s leigugjald af húsnæði eða tækjum, í upphafi aðalfundar, missir atkvæðisrétt sinn þar til skil hafa verið gerð eða um þau samið.
 5. Úrsögn:
  Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og sendast stjórn. Félagsmaður sem eigi greiðir árgjald sitt eða önnur gjöld þau er félagsfundur kann að ákveða, sbr. 4. gr., tvö ár í röð, telst hafa sagt sig úr félaginu, enda hafi stjórnin setn félgasmanni viðvörun með hæfilegum fyrirvara.
 6. Fundahöld og atkvæðagreiðslur:
  Aðalfund skal halda eigi síðar en 30. maí ár hvert. Til hans skal boða á sannalegan hátt með eigi skemmri fyrirvara en fjórtán dögum. aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.
  Verði aðalfundur ólöglegur, skal stjórnin boða til aframhaldsaðalfundar innan tuttugu daga með tíu daga fyrirvara.
  Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.
  Almenna fundi skal stjórnin halda þegar henni þykir ástæða til og skal boða til slíkra funda með minnst þriggja daga fyrirvara.
  Krefjist 1/6 hluti félgasmanna almenns fundar og tilgreini fundarefni í skriflegum tilmælum til stjórnar, þá skal stjórnin boða til slíks fundar með minnst þriggja daga fyrirvara. Verði stjórnin eigi við tilmælum innan þessa frests, geta þeir er fundar óskuðu sjálfir boðað fund og skal þeim veittur aðgangur að félagatali.
  Meirihluti atkvæða á félagsfundi ræður úrslitum í öllum málum örðum en breytinum á félagsgjöldum, en til þeirra þarf samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra félagsmanna á aðalfundi.
 7. Dagskrá aðalfundar:
  a)  Ársskýrsla stjórnar og nefnda.
  b)  Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
  c)  Lagabreytingar.
  d)  Umsóknir um félagsaðild.
  e)  Kjör stjórnar og nefnda félagsins.
  f)  Fjárhagsáætlun og ákvörðun um árgjald.
  g)  Önnur mál.
 8. Stjórn:
  Stjórn félagsins skipa fimm menn, kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn, en auk hans skulu kosnir fjórir í stjórn til tveggja ára, þó þannig að tveir skulu kosnir á hvert.
 9. Endurskoðun:
  Allir reikninga félagsins skulu yfirfarnir af löggiltum endurskoðanda. Gjaldkeri skýrir reikninga á aðalfundi.
 10. Serrasjóður:
  Aðalfundur félagsins skal kjósa einn fulltrúa og einn varamann til setu í stjórn Serrasjóðs til tveggja ára í senn og skal fulltrúi gefa skýrslu um störf sjóðsins og úthlutanir úr honum.
 11. Húsnæði félagsins:
  Stjórn félagsins setur almennar húsreglur og endurskoðar þær eftir því sem þörf krefur. Stjórn félagsins skipar fjóra félgasmenn í hússtjórn, þar af einn úr aðalstjórn. Hússtjórn vinnur eftir starfslýsingu stjórnar og sér um að almennar húsreglur séu haldnar.
  Stjórn félagsins sér um rekstur og leigu íbúðar við Nýlendugötu 15 (sbr. grein 3c um gestaíbúðir í útlöndum).
 12. Fjármál:
  Stjórn er heimilt að sækja um styrki til viðurkenndra lista- og menningarstofnana, innlendra sem erlendra.
  Stjórn er heimilt að veita styrki til félagsmanna, s.s. vegna sýningarhalds, innanlands sem utan.
 13. Félagsslit:
  Starfsemi félagsins verður því aðeins lögð niður að tillaga þar að lútandi sé kynnt í fundarboðitil aðalfundar og samþykkt með atkvæðum 4/5 hluta atkvæðisbærra félagsmanna.

Hafðu

samband!