Serra sjóðurinn

Serra sjóðurinn var stofnaður að frumkvæði listamannsins Richard Serra í tengslum við afhjúpun verks hans Áfanga í Viðey vorið 1990.

Þegar Richard Serra ákvað að gera verk á Íslandi og síðan gefa það íslensku þjóðinni, setti hann það skilyrði að stofnaður yrði sjóður til styrktar ungum íslenskum myndhöggvurum. Fulltrúar Sambands íslenskra myndlistarmanna, Myndhöggvarafélagsins og Listasafns Íslands skipa stjórn sjóðsins.

Í stjórn Serra sjóðsins eru fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins: Ólöf Nordal fulltrúi og Hlynur Helgason varamaður.

Styrkþegar:

1992 Ólafur Sveinn Gíslason
1994 Sólveig Aðalsteinsdóttir
1997 Þorvaldur Þorsteinsson
2000 Halldór Ásgeirsson
2002 Margrét H. Blöndal
2005 Ólöf Nordal
2011 Hekla Dögg Jónsdóttir
2013 Katrín Sigurðardóttir

 

Hafðu

samband!