Afmælisútgáfa og partí

Afmælisútgáfa og partí

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar í partíinu/útgáfuhófinu sem var haldið í Kling og bang og á lóðinni við kaffistofuna. Fjöldi manns mættu, kiktu á og jafnvel keyptu sér bók. Svo var boðið upp á grillaðar kartöflur með íslensku smjöri og fagra drykki.

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík 40 ára

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík var formlega stofnað á afmælisdegi Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara, 17. ágúst árið 1972, en stofnun félagsins átti sér langan aðdraganda í óformlegum útisýningum sem haldnar voru á Skólavörðuholti. Þær sýningar spönnuðu mikla umbreytingatíma í íslenskri myndlist en allt frá stofnun Myndhöggvarafélagsins hefur saga þess verið samofin sögu listsköpunar á Íslandi. Myndhöggvarafélagið í ReykjavíkNánar

Græna gumsið flæðir, skýrsla frá Verkstæðisnefnd

Enn er unnið hörðum höndum að bættu flæði í verkstæðum og ýmislegt að gerast. 1. Kerrukerfið er að svínvirka. Allt rusl fer bara í hana og svo þegar einhver félaga fær hana lánaða þá er það á ábyrgð viðkomandi að tæma í sorpu það sem er í henni það sinnið. Gott mál 2. Verkstæðisnefnd vill mjög gjarnan heyraNánar

Fréttabréf frá verkstæðisnefndinni

Verkstæðisnefnd er að hamast í aðdytterí, viðgerðum og tiltekt þessa dagana. Hér er stutt skýrsla (ekki sýst til að klappa sjálfum okkur á bakið fyrir dugnaðinn) en sérstaklega þó til þess að auka samskiptaflæði um umgengni á verkstæðum félagsins og koma ábendingum til félagsfólks um eitt og annað sem er í deiglunni… Fyrst þetta: ÞaðNánar

Styrkir frá Bókmenntasjóði og Reykjavíkurborg

Þú gleðilegu tíðindi hafa borist stjórn félagsins að ákveðið hefur verið að veita félaginu rekstrastyrk frá Reykjavíkurborg og styrk frá Bókmenntasjóði til að standa straum af útgáfu bókarinnar okkar sem er gefin út af tilefni 40 ára afmælis Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Þökkum við kærlega fyrir þennan stuðning sem blæs okkur félagsmönnum í brjóst og erNánar

#3 tölublað Endemis og Sýningin : ENDEMIS OFFORS

Sýningin er á Nýlendugötu 15-17a, í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur og stendur til 10.júní. Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Hrá orka, tilraunagleði og eljusemi hefur sett svip sinn á myndlistarsenu (sérstaklega) yngri kynslóðarinnar og má segja sem einskonar orðstýr íslenskrar myndlistarsenu erlendis. Hér er þó ekki um neinn þjóðarrembing (tengd víkingum, eldgosum og hverum) að ræðaNánar

Niðurstöður aðalfundar og tilkynning um bókaútgáfu

Eftir aðalfund félagsins þann 10. maí síðastliðinn er skipað í stjórn og nefndir sem hér segir: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Dagný Guðmundsdóttir gjaldkeri Helga Óskardóttir, Ólöf Helga Helgadóttir og Eirún Sigurðardóttir meðstjórnendur; Haraldur Jónsson og Karlotta Blöndal sem varastjórnendur. – Ólöf Nordal var kosin fulltrúi félagsins í Serra-nefndinni. Halldór Arnar Úlfarsson og Ingirafn Steinarsson voruNánar

Hafðu

samband!