Hjólið / The Wheel 


HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU / THE WHEEL V: ALL IS WELL, 9.06-11.09.2022.
Opnunarviðburður 9. júní 2022 kl. 17 í NORRÆNA HÚSINU, Sæmundargata 11.

Opening event, June 9th 2022 at 17:00, Nordic House, Sæmundargata 11.Verið hjartanlega velkomin á opnunarviðburð Hjólsins V, fimmtudaginn 9. júní. kl. 17 í Norræna húsinu. Örn Alexander Ámundason ávarpar gesti fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík ásamt sýningarstjóra, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur. Í kjölfarið mun Hjálmar Sveinsson, formaður menningar, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, opna sýninguna formlega.


A warm welcome to the opening event of The Wheel V, Thursday June 9th, 17:00 at the Nordic House in Reykjavik. Örn Alexander Ámundason, speaks on behalf of the Reykjavik Association of Sculptors along with curator, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir. Hjálmar Sveinsson, Chairman of Reykjavík Committee of Culture, Sport and Leisure, will open the exhibition formally.

LISTAMENN / ARTISTS:
EMMA HEIÐARSDÓTTIR, FINNUR ARNAR ARNARSON, GEIRÞRÚÐUR FINNBOGADÓTTIR HJÖRVAR, RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR, SEAN PATRICK O’BRIEN, STEINUNN GUNNLAUGSDÓTTIR, ULRIKA SPARRE & WIOLA UJAZDOWSKA.SÝNINGARSTJÓRN / CURATOR:
KRISTÍN DAGMAR JÓHANNESDÓTTIR

HJÓLIÐ er röð sumarsýninga sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík setur upp í opinberu rými þar sem listaverk þræða sig eftir hjóla- og göngustígum í hverfum borgarinnar. HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU er fimmti og síðasti áfangi í sýningarröðinni sem sett eru upp á fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Verk sýningarinnar dreifast víðsvegar um hverfi 101, 102 & 107. Leiðsögn í fylgd sýningarstjóra og listamanna fer fram sunnudaginn 12. júní kl. 14. Nánari upplýsingar um verkin, staðsetingar og dagskrá má finna á www.hjolid.is

THE WHEEL is a series of summer exhibitions initiated by the Reykjavík Association of Sculptors in public space, where works of art wind along bike- and walking paths in different neighbourhoods in the city. ALL IS WELL is the fifth and last exhibition in the series set up on the association’s 50th anniversary in 2022. The artists’ works spread throughout areas 101, 102 & 107 Reykjavik. A walking tour will take place on Sunday June 12th at 14:00. Further information: www.hjolid.is

HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU er hluti af Listahátíð í Reykjavík, unnin í samstarfi við Norræna húsið með veglegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði.


THE WHEEL V: ALL IS WELL is apart of Reykjavik Art Festival, in collaboration with Nordic House with support from the City of Reykjavik and Visual Arts Fund.

Mynd/Image:
ULRIKA SPARRE, ALLT ÄR BRA, ALL IS WELL, ALLT Í GÓÐU, 2022.TEYGJA
12.06—05.09.2021
Opnun 12. júní 2021 kl. 13—17

Verið hjartanlega velkomin á opnun Hjólsins 2021, laugardaginn 12. júní. Opnunarviðburðurinn hefst kl. 13:00 með lítilli athöfn á landfyllingunni við Laugarnestanga þar sem verk Ólafar Bóadóttur er staðsett. Þar á eftir munu sýningarstjóri og sýnendur taka á móti vegfarendum við verk sýningarinnar sem dreifast um stórt svæði Laugardalsins og í Grasagarðinum verður lifandi flutningur á verki Sigrúnar Gyðu Sveinsdóttur, en nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu Hjólsins, www.hjolid.is. Þar má nálgast nánari upplýsingar um verk sýningarinnar, listamenn og staðsetningar.

LISTAMENN HJÓLSINS 2021 — TEYGJA

Anna Líndal
Claudia Hausfeld
Ólafur Sveinn Gíslason
Ólöf Bóadóttir
Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson
Sigrún Gyða Sveinsdóttir

TEYGJA er fjórða útgáfa Hjólsins, sýningarröð Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Að þessu sinni fer sýningin fram í Laugardalnum, stóru svæði þar sem atvinnustarfsemi og íbúabyggð mætast og móta umhverfi og mannlíf. TEYGJA lítur til eiginleika listarinnar til að ná til þess hluta veruleikans sem lendir inn á milli eða verður eftir þegar við skipuleggjum og áttum okkur á umheiminum sem manngerðu umhverfi.

SÝNINGARSTJÓRI:
Sunna Ástþórsdóttir

Sýningin hlaut veglegan stuðning frá Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóð.


English 
A warm welcome to the opening of The Wheel 2021, Saturday June 12th. The opening event starts at 1 pm with a small ceremony on the landfill at Laugarnestangi where Ólöf Bóadóttir's work is located.

Afterwards, the curator and exhibiting artists will greet visitors by the various works of the exhibition, which spreads over the large area of Laugardalur. In Grasagarður there will be a live performance of Sigrún Gyða Sveinsdóttir's work. More information about the opening program can be found on THE WHEEL’s website, www.hjolid.is. Further information about the exhibition's work, artists and location can be found there.

EXHIBITING ARTISTS:
Anna Líndal
Claudia Hausfeld
Ólafur Sveinn Gíslason
Ólöf Bóadóttir
Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson
Sigrún Gyða Sveinsdóttir

WITHIN REACH  is the fourth edition of The Wheel, an exhibition series by the Sculptors' Association in Reykjavík. This time the exhibition takes place in Laugardalur, a large area where business and residential areas meet and shape the environment and human behavior. WITHIN REACH looks towards art’s ability to reach the part of reality that falls in between or is left behind when we plan and understand the world around us as a man-made environment.

The exhibition received generous support from the City of Reykjavík and the Visual Arts Fund.

CURATOR:
Sunna ÁstþórsdóttirYFIR GULLINBRÚ
30.05.20 – 20.09.20

HJÓLIÐ 2020 mun eiga sér stað í Grafarvogi og hefur sýningin hlotið tilinn YFIR GULLINBRÚ með vísan í þessa helstu samgönguæð frá miðborg Reykjavíkur yfir í Grafarvoginn, Gullinbrú, svo og í kvæði Bjarna Vigfússonar Thorarensen skálds (1786- 1841), sem bjó um tíma í Gufunesi í Grafarvogi og orti þar m.a. ljóðið „Veturinn “, sem hefst á þessum ljóðlínum: Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu.

Hver ríður svo geyst 

á gullinbrúvu

hávan of hifin

hesti snjálitum,

hnálega hristanda

hrímgan makka,

Eldi hreyfanda

undan stálsköflum?


(Ort um 1823)

Þungamiðja sýningarinnar liggur í staðsetningu hennar; Grafarvoginum; legu og landslagi, félagslegum- og sögulegum þáttum, flóru og fánu, fjölbreyttu mannlífi, hverfispólitík og sérþáttum hverfisins. Hugmyndalegur útgangspunktur sýningarinnar er vinna með lífræn ferli, verðandi og stígandi í listferli listamanna í takti við upplifun þeirra á hverfinu og náttúruöflunum, sem eiga sinn þátt í að skapa umgjörð þess og gera það eftirsóknarvert til búsetu og útþenslu fyrir lífsgæði framtíðar.

Sýningin YFIR GULLINBRÚ í Grafarvogi 2020 tekur mið af hröðum og viðamiklum breytingum sem standa yfir og liggja fyrir í þessu hverfi Reykjavíkurborgar sem er einna grænast af hverfum borgarinnar og þar sem miklir byggingamöguleikar eru fyrir hendi en jafnframt möguleikar á að leyfa lífríki staðarins að halda sér og vaxa á sinn eigin lífræna hátt í takti við þá tíma sem full ástæða er til að óttast að glatist að eilífu. Grafarvogur er byggðarsvæði sem enn er möguleiki á að móta töluvert til framtíðar, í takti við óskir íbúa, gesta og landsmanna allra. Þar getur myndlistin haft mikil áhrif, vakið til umhugsunar, varpað upp ófyrirséðum hliðum, búið helgireiti og verndað hreiður, skerpt á hugmyndafræði og meitlað í mjúk, hörð og ósýnileg efni nokkurs konar gullna framtíðarbrú á milli íbúa, ráðamanna, skammtímagesta og móður náttúru.

LISTAMENN:
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir
Brynhildur Þorgeirsdóttir
Elísabet Brynhildardóttir
Eygló Harðardóttir
Hanan Benammar
Hulda Rós Guðnadóttir
Klængur Gunnarsson
Rebecca Erin Moran
Vala Sigþrúðar Jónsdóttir
Þórdís Alda Sigurðardóttir

SÝNINGARSTJÓRI:
Birta Guðjónsdóttir


ÚTHVERFI / SUBURB
17. maí – 25. ágúst 2019

Titill sýningarinnar ÚTHVERFI vísar í staðsetningu hennar í Breiðholtshverfi se er fyrsta skipulagða úthverfi Reykjavíkur. Breiðholtið er fjölmennasta og fjölbreyttasta íbúahverfi borgarinnar. Þar má finna flest einbýlishús í einu hverfi í Reykjavík, þar eru flestar íbúðir í fjölbýli og þar býr líka hæsta hlutfall íbúa af erlendum uppruna. Mismunandi menningarheimar auka á fjölbreytileikann og auðga mannlífið en manngert og náttúrulegt umhverfi hverfisins ásamt sögu þess myndar umgjörð um daglegt líf þeirra sem þar búa. Á sýningunni ÚTHVERF verður litið til þess hvernig sameiginlegt rými hverfisins samþættir menningarlegar og félagslegar þarfir íbúanna. Listamennirnir voru hvattir til að líta til sögu Breiðholtshverfisins, skoða mörk hins manngerða og náttúruleg umhverfis og einnig til samstarfs við íbúa hverfisins.

HJÓLIÐ er sýningaröð sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík setur upp í opinberu rými þar sem listaverk þræða sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar. Sýningin ÚTHVERFI er annar áfangi í röð fimm sumarsýninga se settar verða upp í aðdraganda fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Í Menningarhúsinu Gerðubergi er miðstöð sýningarinnar, ÚTHVERFI+, þar má finna smærri verk eftir listamennina, upplýsingar um vinnuferlið og þær hugmyndir sem liggja að baki verkunum. Sýningin opnar í Gerðubergi föstudaginn 17. maí kl. 17

Listamenn:
ANSSI PULKKINEN
ARNAR ÁSGEIRSSON
BALDUR GEIR BRAGASON
HALLDÓR ÁSGEIRSSON
HALLSTEINN SIGURÐSSON
KATHY JUNE CLARK
KATRÍN INGA JÓNSDÓTTIR HJÖRDÍSARDÓTTIR
ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR
SINDRI LEIFSSON

Sýningarstjórar:
AÐALHEIÐUR VALGEIRSDÓTTIR & ALDÍS ARNARDÓTTIR

Verkefnastjóri ÚTHVERFI+ í Gerðubergi:
Hubert Lukasz Gromny

FALLVELTI HEIMSINS / GONE WITH THE WIND
Reykjavík 103 & 108
03.06.18 – 18.08.18

Hugmyndalegur rammi sýningarinnar FALLVELTI HEIMSINS leggur út af titli sýningaraðarinnar og vísar í örlaga- eða hamingjuhjólið (Rota Fortunae), sem skoða má sem tákn um framvindu og hringrás lífsíns en einnig í heiminn sjálfan - hjólið sem jarðar-hvel á eilífum snúningi. Sögnin um hamingjuhjólið á rætur í forlagahyggju mannsins þar sem gyðjan Fortúna var talin ákveða örlög manna með því að snúa hjóli sem þeir voru fastir á. Þannig nutu sumir mikillar gæfu í lífinu og aðrir urðu ógæfu að bráð en í táknmynd hjólsins má skynja að maðurinn hafi löngum áttað sig á því að jarðvistin sé ansi fallvölt. Í samtímanum virðist nú sem maðurinn sé einnig að átta sig á því að heimurinn sem hann byggir er forgengilegur. Hugtakið „anthropocene“ (ísl. mannöld) hefur á undanförnum árum í ríkjandi mæli verið notað til þess að lýsa nýju tímabili í sögu jarðarinnar og mannkynsins, þar sem maðurinn er orðinn mótandi afl sem umbreytir og eyðir kerfum jarðarinnar með áður óþekktum hætti. Hvort sem skilgreina á tímabilið út frá kjarnorkutilraunum sem hefjast um miðja tuttugustu öld, vegna losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið sem leiðir af sér hnattræna hlýnun, mengunar úthafanna af völdum plastrusls eða útbreiðslu og fjölgunar hænsfugla í heiminum með tilheyrandi úrgangi svo fátt eitt sé nefnt, er ljóst að á mannöld erum við bókstaflega Á hverfanda hveli. Hugmyndin sem liggur til grundvallar sýningunni setur á þennan hátt tíma og rými einstaklingsins, æviskeið (lista)mannsins í samhengi við tíma og rými (borgar)umhverfisins, lífsskeið heimsins. Tilgangurinn með sýningunni er að takast á við aðkallandi spurningar um samlíf mannsins með jörðinni og skilning hans á umhverfinu í samtíma sem er undiropinn stöðugum breytingum. Um leið mun sýningin leitast eftir að birta tillögur að svörum við þessum spurningum, allt frá fútúrískum dómsdagsspám til rómantískrar boðunar um nýtt upphaf.

Listamenn
Dagný Guðmundsdóttir
Eva Ísleifs
Guðrún Nielsen
KristinnPeter (Kristinn Guðmundsson & Peter Sattler)
Margrét Helga Sesseljudóttir
Páll Haukur Björnsson
Steingrímur Eyfjörð  & Unnar Örn
Steinunn Önnudóttir
Søren Engsted
Þór Sigurþórsson

Sýningarstjóri
Heiðar Kári Rannversson

︎    ︎                                                                                                            


Aðalsíða / Main page