Fréttir / News Kæri félagsmaður

Boðað er til aðalfundar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík þann 23. maí næstkomandi kl 16:00 í húsnæði félagsins á Nýlendugötu 15.

Vegna fjöldatakmarkanna á 50 manns biðjum við félagsmenn sem ætla að mæta að senda póst á mhr@mhr.is og tilkynna komu sína fyrirfram.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi
a) Skýrsla stjórnar.
b) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
c) Lagabreytingar.
d) Umsóknir um félagsaðild.
e) Kjör stjórnar og nefnda félagsins.
f) Fjárhagsáætlun og ákvörðun um árgjald.
g) Önnur mál.

Kveðja
Stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.


HJÓLIÐ 2020 mun eiga sér stað í Grafarvogi 30.05.20 – 20.09.20 og hefur sýningin hlotið titilinn YFIR GULLINBRÚ með vísan í þessa helstu samgönguæð frá miðborg Reykjavíkur yfir í Grafarvoginn, Gullinbrú, svo og í kvæði Bjarna Vigfússonar Thorarensen skálds (1786- 1841), sem bjó um tíma í Gufunesi í Grafarvogi og orti þar m.a. ljóðið „Veturinn “, sem hefst á þessum ljóðlínum: Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu.

Dagskrá: http://hjolid.is/is/dagskra

LISTAMENN:
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir
Brynhildur Þorgeirsdóttir
Elísabet Brynhildardóttir
Eygló Harðardóttir
Hanan Benammar
Hulda Rós Guðnadóttir
Klængur Gunnarsson
Rebecca Erin Moran
Vala Sigþrúðar Jónsdóttir
Þórdís Alda Sigurðardóttir

SÝNINGARSTJÓRI:
Birta Guðjónsdóttir
HJÓLIÐ 2020

Frestur til að senda inn tillögur fyrir samsýninguna Hjólið 2020 er nú liðinn.

Alls bárust 42 tillögur og verður haft samband við alla sendendur tillagna fyrir 24. nóvember.

Sýningarstjórn Hjólsins og sýningarstjóri þakka fyrir góða þátttöku og við hlökkum til undirbúnings og opnunar Hjólsins snemma sumars 2020.


KALLAÐ ER EFTIR TILLÖGUM OG HUGMYNDUM AÐ VERKUM FYRIR HJÓLIÐ


HJÓLIÐ – SÝNINGARÖÐ Í TILEFNI AF 50 ÁRA AFMÆLI MYNDHÖGGVARAFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK
Frestur til að skila inn gögnum rennur út laugardaginn 16. nóvember 2019

Þann 17. ágúst 2017 fagnaði Myndhöggvarafélagið í Reykjavík 45 ára afmæli, en félagið var stofnað á afmælisdegi Ragnars Kjartanssonar heitins árið 1972. Af þessu tilefni ákvað stjórn MHR að efna til sýningaraðar með verkum félaga sem opnar í áföngum uns félagið verður 50 ára. Sýningaröðin ber nafnið HJÓLIÐ og var fyrsta áfanga hennar hleypt af stokkunum sumarið 2018 og annar áfanginn sumarið 2019.
Nýr sýningarstjóri leiðir hvern áfanga og er sérstök áhersla lögð á að leita til fagfólks með ólíkar áherslur og persónulega sýn á tíma og rými borgarinnar. Andi verkefnisins berst á vissan hátt frá Strandlengjunni, útilistasýningu sem MHR hélt í tveimur áföngum í kringum síðustu aldamót. Hjólið rúllar hins vegar víðar og slóð þess teygir anga sína um borgina þvera og endilanga.

Sýningarstjórn Hjólsins hefur falið Birtu Guðjónsdóttur, myndlistarmanni og sýningastjóra, að leiða þriðja áfanga sýningaraðarinnar sumarið 2020 og velja úr innsendum hugmyndum félagsmanna til frekari útfærslu. Auk þess verður erlendum myndhöggvara boðið til leiks líkt og á fyrri sýningum Hjólsins.

Sýningaröðin þræðir sig að miklu leyti eftir göngu- og hjólastígum höfuðborgarinnar, um opin svæði og inn eftir endilöngu borgarlandinu. Sýningin mun að þessu sinni eiga sér stað í Grafarvogi og hefur hún hlotið vinnutitilinn Yfir Gullinbrú með vísan í þessa helstu samgönguæð frá miðborg Reykjavíkur yfir í
Grafarvoginn, Gullinbrú, svo og í kvæði Bjarna Vigfússonar Thorarensen skálds (1786-
1841), sem bjó um tíma í Gufunesi í Grafarvogi og orti þar m.a. ljóðið „Veturinn “, sem
hefst á þessum ljóðlínum: Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu.

Hver ríður svo geyst
á gullinbrúvu
hávan of hifin
hesti snjálitum,
hnálega hristanda
hrímgan makka,
eldi hreyfanda
undan stálsköflum?
(Ort um 1823)

Grafarvogur er eitt af nýrri hverfum Reykjavíkurborgar. Er það var að byggjast up snemma á níunda áratugnum var ákveðið götuheiti fyrsta íbúðahverfisins yrðu að hlut til sótt til bókmennta, líkt og er um mörg af eldri hverfum í Reykjavík. Dæmi um þa eru önnur götuheiti í Grafarvogi s.s. Foldirnar í Foldahverfi, Fjörgyn og Fjallkonuvegur en heitin eru fengin úr ljóði Bjarna Thorarensen „Eldgamla Ísafold“. Nýlegri götuheiti í
Grafarvogi eru m.a. fengin frá fulltrúum almennings, sem sent hafa inn hugmyndir a götuheitum hugmyndavef Reykjavíkurborgar. Eitt hið nýjasta er tillaga íbúa í Reykjavík „Svarthöfði“. Gatan fær heiti sitt frá íslenskri þýðingu á nafni persónunnar Darth Vade úr Star Wars kvikmyndunum og þótti passa inn í Höfðahverfið, sem áður hafði myndast í Grafarvogi.

Kallað er eftir tillögum frá félagsmönnum MHR fyrir þriðja áfanga sýningaraðarinnar sumarið 2020. Skila má inn tillögum að verkum í hvaða formi og efni sem er. Verkin þurfa ekki að einskorðast við eina staðsetningu eða rými, heldur geta þau verið í mörgum hlutum, teygt sig eftir göngu- eða hjólastíg, eða verið bæði utandyra og innan í senn. Senda má inn fleiri en eina tillögu. Áætlað er að sýningin verði opnuð um mánaðarmótin
maí/júní 2020, samhliða opnun Listahátíðar í Reykjavík, og að hún standi út
septembermánuð 2020.

Í tillögunni skal koma fram:

1. Greinargóð lýsing á tillögu að verki (hámark 1 A4 bls.) auk myndefnis er tengist
hugmyndinni (Hámark 5 myndir, í lágri netupplausn. Hljóð- og vídeóefni aðeins með
hlekkjum á netsíðu).

2. Gróf kostnaðaráætlun (helstu kostnaðarliðir & áætlaðar upphæðir eftir fremsta
megni. Hámark 1 A4 bls.) til upplýsingagjafar um framkvæmdina.

3. Ferilskrá sýnanda með kontaktupplýsingum (hámark 1 A4 bls.).
Við val á tillögum verður litið til þess hvernig þær samræmast grunnhugmynd
sýningarinnar og um að nýta hjóla- og göngustíga höfuðborgarinnar og á hvaða hátt
verkin vinna með staðsetningu og ólíkar kringumstæður í borgarlandinu. Við val á
sýnendum verður gætt að hlutföllum milli kynja og kynslóða. Sem fyrr verða sýnendur tíu talsins á sýningu Hjólsins 2020. Sýningin verður kynnt í prentuðum bæklingi sýningarinnar, á merkispjaldi við hvert verk, á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sýningaraðarinnar; www.hjolid.is

Sýningunni er ætlað að vera aðgengileg í almenningsrými á sýningartímanum; júní-
september 2020.

Tekið er við gögnum rafrænt í tölvupósti á birta@this.is>birta@this.is

Frestur til að skila inn tillögum rennur út laugardaginn 16. nóvember 2019 klukkan 23:59 á íslenskum tíma.Haft verður samband við listamenn sem eiga valdar tillögur 3-4 dögum síðar og þátttaka þeirra þá staðfest. Um hugmyndalegan ramma sýningarinnar Yfir Gullinbrú. Þungamiðja sýningarinnar liggur í staðsetningu hennar; Grafarvoginum; legu og  landslagi, félagslegum- og sögulegum þáttum, flóru og fánu, fjölbreyttu mannlífi, hverfispólitík og sérþáttum hverfisins. Hugmyndalegur útgangspunktur sýningarinnar
er vinna með lífræn ferli, verðandi og stígandi í listferli listamanna í takti við upplifu þeirra á hverfinu og náttúruöflunum, sem eiga sinn þátt í að skapa umgjörð þess og gera það að mörgu leyti eftirsóknarvert til búsetu og útþenslu fyrir lífsgæði framtíðar. Áherslan er lögð á ferli fremur en útkomu eingöngu; jafnvel hugmyndir og tillögur að inngripi inn í þróun hverfisins og uppbyggingar þess, sem ekki muni endilega eingöngu finna sér eitt skýrt form á sýningartímanum heldur geti ennfremur skapað form í hugum
okkar og þannig breytt skynjun okkar og skilningi á hverfinu. Sýningin Yfir Gullinbrú í Grafarvogi 2020 tekur mið af hröðum og viðamiklum breytingum sem standa yfir og liggja fyrir í þessu hverfi Reykjavíkurborgar sem er einna grænast af hverfum borgarinnar og þar sem miklir byggingamöguleikar eru fyrir hendi en jafnframt möguleikar á að leyfa lífríki staðarins að halda sér og vaxa á sinn eigin lífræna hátt í takti við þá tíma sem full ástæða er til að óttast að glatist að eilífu. Grafarvogur er byggðarsvæði sem enn er möguleiki á að móta töluvert til framtíðar, í takti við óskir íbúa, gesta og landsmanna allra. Þar getur myndlistin haft mikil áhrif,
vakið til umhugsunar, varpað upp ófyrirséðum hliðum, búið helgireiti og verndað hreiður, skerpt á
hugmyndafræði og meitlað í mjúk, hörð og ósýnileg efni nokkurs konar gullna framtíðarbrú á milli íbúa, ráðamanna, skammtímagesta og móður náttúru.

Staðsetning og upplýsingar
Sýningunni Yfir Gullinbrú hefur verið valinn staður í Grafarvogi.
Grafarvogur er hverfi í Reykjavík, sem afmarkast af ósum Elliðaár í vestri,
samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að
Mosfellsbæ og sjó. Póstnúmer í Grafarvogi er 112. Hverfið er fjölbýlt og er það enn í uppbyggingu. Í hverfinu er ein kirkja, Grafarvogskirkja.

-Íbúar í Grafarvogi eru um 18.041 talsins.
-Í hverfinu eru um 6.547 íbúðir.
-Hverfið er 14,5 km2 – Byggt land er 6,3 km2
-Í hverfinu eru 46 opin leiksvæði – alls 49.659 m2.
-Í hverfinu eru 152 km af göngu- og hjólastígum með bundnu slitlagi, auk gangstétta.
Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng,
Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes.

Borgarhlutinn skiptist í nokkur gróin íbúðarhverfi og atvinnusvæði, framtíðar-
byggingarsvæði og þróunarsvæði.

Hverfið byggðist fyrst upp eftir miðjan 9. áratug 20. aldar og dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur. Hér má sja ýmiskonar upplýsingar um Grafarvog og kynna sér verkefni er íbúar hafa kosið til framkvæmda, auk framtíðarsýnar núverandi meirihluta borgarráðs
til næstu tíu ára fyrir Grafarvog:

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/dbe-
grafarvogur_ibuafundur_borgarstjora_27sept2017_0.pdf

Þar sem þessi sýn borgarinnar er á teiknibor‘inu má hugsa sér að vinna listamanna
með opinber svæði í Grafarvogi og upplifanir sýningargesta á verkum þeirra geti haft
áhrif á framtíðarmótun í Grafarvogi.
Töluverð liststarfsemi á sér stað í Grafarvogi en þar búa nokkrir listamenn og þar starfa td. tugir myndlistarmanna í vinnustofum á Korpúlfsstöðum. Þar er og stórkostlegur skúlptúrgarður með verkum Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara og þar hafa listamenn nýlega fest kaup á byggingu í Gufunesi sem ætluð er sem framtíðarvettvangur listsköpunar; sem húsnæði til kvikmyndagerðar, leikmyndasmíða,
rannsókna á sviði sjónlista og myndsköpunar ýmiskonar eldhuga í liströðum okkar samtíma.

Listamenn Myndhöggvarafélagsins eru með tillögum sínum að verkum hvattir til að virkja íbúa hverfisins og starfsfólk í fyrirtækjum þess til samtals, takast á við sögu þess, náttúru og þau félagslegu sjónarmið sem lagt var upp með við uppbyggingu hverfisins. Sýningin er sett upp á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og með þátttöku valinna félagsmanna, með það að megin markmiði að skapa áhugaverðan, spennandi
og krefjandi vettvang fyrir félagsmenn til að halda áfram því sköpunarferli sem þeir hafa lagt grunn að í stærra samhengi sinnar listsköpunar en að þeir vinni jafnframt inn í samhengi, sem geti orðið uppspretta nýrra könnunarferla og hugmynda þeirra, öðrum til andagiftar. Listamenn eru hvattir til að senda inn tillögur sínar, á hvaða stigi sem þær kunna að vera. Veki tillagan áhuga sýningastjóra í samhengi við sýninguna í heild, þá tekur við samtal og þróun á tillögunni í góðu samstarfi við sýningarstjóra.

Nánari upplýsingar veitir sýningarstjóri Hjólsins; Birta Guðjónsdóttir
birta@this.is s.8658719Hjólið / The Wheel 17. maí
ÚTHVERFI / SUBURB
17. maí – 25. ágúst 2019

Titill sýningarinnar ÚTHVERFI vísar í staðsetningu hennar í Breiðholtshverfi se er fyrsta skipulagða úthverfi Reykjavíkur. Breiðholtið er fjölmennasta og fjölbreyttasta íbúahverfi borgarinnar. Þar má finna flest einbýlishús í einu hverfi í Reykjavík, þar eru flestar íbúðir í fjölbýli og þar býr líka hæsta hlutfall íbúa af erlendum uppruna. Mismunandi menningarheimar auka á fjölbreytileikann og auðga mannlífið en manngert og náttúrulegt umhverfi hverfisins ásamt sögu þess myndar umgjörð um daglegt líf þeirra sem þar búa. Á sýningunni ÚTHVERF verður litið til þess hvernig sameiginlegt rými hverfisins samþættir menningarlegar og félagslegar þarfir íbúanna. Listamennirnir voru hvattir til að líta til sögu Breiðholtshverfisins, skoða mörk hins manngerða og náttúruleg umhverfis og einnig til samstarfs við íbúa hverfisins.

HJÓLIÐ er sýningaröð sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík setur upp í opinberu rými þar sem listaverk þræða sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar. Sýningin ÚTHVERFI er annar áfangi í röð fimm sumarsýninga se settar verða upp í aðdraganda fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Í Menningarhúsinu Gerðubergi er miðstöð sýningarinnar, ÚTHVERFI+, þar má finna smærri verk eftir listamennina, upplýsingar um vinnuferlið og þær hugmyndir sem liggja að baki verkunum. Sýningin opnar í Gerðubergi föstudaginn 17. maí kl. 17

Listamenn:
ANSSI PULKKINEN
ARNAR ÁSGEIRSSON
BALDUR GEIR BRAGASON
HALLDÓR ÁSGEIRSSON
HALLSTEINN SIGURÐSSON
KATHY JUNE CLARK
KATRÍN INGA JÓNSDÓTTIR HJÖRDÍSARDÓTTIR
ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR
SINDRI LEIFSSON

Sýningarstjórar:
AÐALHEIÐUR VALGEIRSDÓTTIR & ALDÍS ARNARDÓTTIR

Verkefnastjóri ÚTHVERFI+ í Gerðubergi:
Hubert Lukasz GromnyAðalfundur 9. maí

Kæru félagsmenn

Boðað er til aðalfundar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík þann 9. maí næstkomandi kl 19.30 í húsnæði félagsins á Nýlendugötu 15.


Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi

a) Skýrsla stjórnar.

b) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

c) Lagabreytingar.

d) Umsóknir um félagsaðild.

e) Kjör stjórnar og nefnda félagsins.

f) Fjárhagsáætlun og ákvörðun um árgjald.

g) Önnur mál.


Kveðja
Stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.


︎    ︎                                                                                                             


Aðalsíða / Main page