Fréttir / News
Umsóknarfrestur til 12 maí !
Deadline for submissions 12th of May !
Opið námskeið í Myndhöggvarafélaginu fimmtudaginn 7. desember milli kl 10.30 - 17.00. Þá geta félagsmenn komið og fengið handleiðslu eða sýnikennslu á vélar og tæki. Hvort heldur á trésmíðaverkstæðinu eða á málmsmíða tæki. Kennari verður Ísleifur Friðriksson vélsmiður.
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
kveðja stjórnin
Open course at the Sculpture Association on Thursday, December 7 between 10.30 - 17.00. Members can then come and receive guidance or a demonstration of machines and equipment. Whether in the carpentry workshop or on a metalworking tool. The teacher will be Ísleifur Friðriksson.
The course is free of charge for members.
Greetings from the board
Fréttabréf maí 2023
Boðað er til aðalfundar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík þann 16. maí kl 20:00 í húsnæði félagsins á Nýlendugötu 15.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi
a) Skýrsla stjórnar
b) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
c) Lagabreytingar.
d) Umsóknir um félagsaðild.
e) Kjör stjórnar og nefnda félagsins.
f) Fjárhagsáætlun og ákvörðun um árgjald.
g) Önnur mál.
Eftirfarandi embætti eru laus til umsóknar
- Sæti formanns (núverandi formaður Logi Bjarnason býður sig fram til endurkjörs.)
-
Tvö sæti í aðalstjórn
- Tvö sæti í varastjórn
Á fundinum verður kosið í verkstæðisnefnd og skemmtinefnd. Áhugasamir láti vita fyrir aðalfundinn á netfangið mhr@mhr.is. Framboðs og atkvæðisrétt ásamt rétti til fundarsetu hafa einungis skráðir og skuldlausir félagsmenn.
Umsóknarfrestur er til 8 maí 2023.
Ákvörðun um inntöku liggur eftir aðalfund.
Umsóknareyðublað
Inntökuskilyrði MHR
Hafa lokið minnst þriggja ára námi frá viðurkenndum listaskóla, samkvæmt yfirlýsingu viðkomandi skóla.
Umsóknir um félagsaðild skulu vera skriflegar og sendar stjórn eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
Aðalfundur metur og samþykkir umsóknir um félagsaðild með einfaldri atkvæðagreiðslu.
Skylt er að taka skriflega úrsögn félagsmanns til greina.
Meiri hluti aðalfundar ræður úrslitum um meðferð umsóknar.
Félagar í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík gerast EKKI sjálfkrafa félagar í SÍM (Sambandi íslenskra Myndlistarmanna), en þeim er frjálst að velja.
STAÐARANDI
24.09.2022
NORRÆNA HÚSIÐ
11:00 - 13:00
Samræða um list í þétttbýli
Laugardaginn 24.september kl 11 00 – 13 00 býður Myndhöggvarafélagið í Reykjavík til samræðu í Norræna húsinu um möguleika myndlistar í almenningnum, náttúru hennar, leik, leit, virkni og umhverfisáhrif innan borgarmarkanna. Samræðan er öllum opin og meðal þátttakenda verða myndlistarmennirnir Ólöf Nordal, Olga Bergmann og Anna María Bogadóttir arkitekt og menningarfræðingur. Fundarstjóri er Dorothée Kirsch.
Um þessar mundir fagnar Myndhöggvarafélagið í Reykjavík einnig hálfrar aldar afmæli með útgáfu bókarinnar um Hjólið, sem inniheldur myndir og texta um samnefnda sýningu sem hefur þrætt sig milli svæðisnúmera eftir göngu- og hjólastígum höfuðborgarinnar undanfarin fimm sumur.
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík verður 50 ára eftir nokkra daga!
Við ætlum að fagna öllum þessum árafjölda í húsnæði Höggó Nýlendugötu 15 þann 17. ágúst kl 16:00.
Viðburðurinn verður sömuleiðis útgáfugleði bókarinnar HJÓLIÐ / THE WHEEL 2018 - 2022 MHR 50 sem kemur út þennan sama dag. Í bókinni eru greinar og myndir af öllum fimm áföngum þessarar mögnuðu sýningaraðar. Hönnuður bókarinnar er Hrefna Sigurðardóttir.
Verið hjartanlega velkomin !
HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU / THE WHEEL V: ALL IS WELL, 9.06-11.09.2022.
Opnunarviðburður 9. júní 2022 kl. 17 í NORRÆNA HÚSINU, Sæmundargata 11.
Leiðsögn um sýninguna má finna hér.
Opening event, June 9th 2022 at 17:00, Nordic House, Sæmundargata 11.Verið hjartanlega velkomin á opnunarviðburð Hjólsins V, fimmtudaginn 9. júní. kl. 17 í Norræna húsinu. Örn Alexander Ámundason ávarpar gesti fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík ásamt sýningarstjóra, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur. Í kjölfarið mun Hjálmar Sveinsson, formaður menningar, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, opna sýninguna formlega.
A warm welcome to the opening event of The Wheel V, Thursday June 9th, 17:00 at the Nordic House in Reykjavik. Örn Alexander Ámundason, speaks on behalf of the Reykjavik Association of Sculptors along with curator, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir. Hjálmar Sveinsson, Chairman of Reykjavík Committee of Culture, Sport and Leisure, will open the exhibition formally.
LISTAMENN / ARTISTS:
EMMA HEIÐARSDÓTTIR, FINNUR ARNAR ARNARSON, GEIRÞRÚÐUR FINNBOGADÓTTIR HJÖRVAR, RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR, SEAN PATRICK O’BRIEN, STEINUNN GUNNLAUGSDÓTTIR, ULRIKA SPARRE & WIOLA UJAZDOWSKA.SÝNINGARSTJÓRN / CURATOR:
KRISTÍN DAGMAR JÓHANNESDÓTTIR
HJÓLIÐ er röð sumarsýninga sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík setur upp í opinberu rými þar sem listaverk þræða sig eftir hjóla- og göngustígum í hverfum borgarinnar. HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU er fimmti og síðasti áfangi í sýningarröðinni sem sett eru upp á fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Verk sýningarinnar dreifast víðsvegar um hverfi 101, 102 & 107. Leiðsögn í fylgd sýningarstjóra og listamanna fer fram sunnudaginn 12. júní kl. 14. Nánari upplýsingar um verkin, staðsetingar og dagskrá má finna á www.hjolid.is
THE WHEEL is a series of summer exhibitions initiated by the Reykjavík Association of Sculptors in public space, where works of art wind along bike- and walking paths in different neighbourhoods in the city. ALL IS WELL is the fifth and last exhibition in the series set up on the association’s 50th anniversary in 2022. The artists’ works spread throughout areas 101, 102 & 107 Reykjavik. A walking tour will take place on Sunday June 12th at 14:00. Further information: www.hjolid.is
HJÓLIÐ V: ALLT Í GÓÐU er hluti af Listahátíð í Reykjavík, unnin í samstarfi við Norræna húsið með veglegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði.
THE WHEEL V: ALL IS WELL is apart of Reykjavik Art Festival, in collaboration with Nordic House with support from the City of Reykjavik and Visual Arts Fund.
Mynd/Image:
ULRIKA SPARRE, ALLT ÄR BRA, ALL IS WELL, ALLT Í GÓÐU, 2022.
Kæri félagsmaður
Boðað er til aðalfundar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík þann 11. maí kl 20:00 í húsnæði félagsins á Nýlendugötu 15.
Eftirfarandi embætti eru laus til umsóknar
Tvö sæti í stjórn félagsins - Einn býður sig ekki fram áfram. Framboð til stjórnarsetu skal tilkynna sitjandi stjórn skriflega eða með tölvupósti á mhr@mhr.is minnst viku fyrir aðalfund. Framboðs og atkvæðisrétt ásamt rétti til fundarsetu hafa einungis skráðir og skuldlausir félagsmenn.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi
a) Skýrsla stjórnar og verkstæðisnefndar
b) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
c) Lagabreytingar.
d) Umsóknir um félagsaðild.
e) Kjör stjórnar og nefnda félagsins.
f) Fjárhagsáætlun og ákvörðun um árgjald.
g) Önnur mál.
Virðingarfyllst Stjórnin.
Opið kall fyrir félagsmenn Höggó ! Open call for members off Höggó !
Kallað er eftir tillögum að sýningum í Höggmyndargarðinn einungis meðlimir Myndhöggvarafélagsins geta sótt um. Óskað er eftir tillögum að öllum gerðum sýninga: einkasýningar og samsýningar. Sýningartímabilin eru 1 til 2 mánuðir.
Open call for proposals for the Sculpture Garden, only members can apply. We wish to see proposals of all kinds og exhibition, group or solo. The exhibition duration can range from 1 - 2 months.
Open call for proposals for the Sculpture Garden, only members can apply. We wish to see proposals of all kinds og exhibition, group or solo. The exhibition duration can range from 1 - 2 months.
Umsóknar frestur er til 1. júní 2022 en meðlimir fá svar í enda júní / Application deadline is 1st of June 2022 and the members will be notified by the end of June.
Sýningartímabilin sem í boði eru (og endilega taka fram í umsókn) / The exhibition period that is available is (and please refer to it in the application):
2022
Oktober
Nóvember
Desember
2023
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Umsókn skal innihalda:
Um verkefnið/sýninguna 500 orð max / About the exhibiton max 500 words. Skyssur eða myndir / Drawings og photos.Skal vera 1 . PDF með titill (nafn.umsokn.hoggmyndagardur) / Should be 1 PDF doc. with the title (name.umsokn.hoggmyndagadur).
Sendist á mhr(at)mhr.is / Send it to mhr(at)mhr.is
Kær kveðja / best regards Myndhöggvarafélagið — at Höggmyndagarðurinn
HJÓLIÐ — TEYGJA
Lokahelgi og strappadans í Vogunum 5. september
SUNNUDAGURINN 5. september markar lokadag Hjólsins 2021, sem í ár ber yfirskriftina Teygja. Alls taka sex listamenn þátt, þau Anna Líndal, Claudia Hausfeld, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Bóadóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson. Verk þeirra dreifast um Laugardalinn í Reykjavík. Á heimasíðu sýningarinnar, www.hjolid.is eru allar
upplýsingar um staðsetningar, verk og listamenn. Á LOKAHELGINNI tekur Anna Líndal yfir byggingarkrana við Súðavog. Kranarnir eru þessa
dagana notaðir við uppbyggingu á Vogabyggð, nýju íbúðarhverfi í Vogunum en um helgina verða þeir teknir úr gír og í þá hengdir litríkir borðar, sem hreyfast og dansa í vindinum. Yfirtakan er samtal við verkið Annars konar tími eftir Önnu sem stendur hinum megin við Elliðarárnar, inni á athafnasvæði Siglingaklúbbsins Snarfara við Naustavog. Hægt verður að horfa á byggingarkranana frá ýmsum sjónarhornum, meðal annars frá því verki. Annars konar tími ásamt yfirtökunni er hvatning til vegfarenda um að staldra við, líta upp og velta fyrir sér annars konar flæði í borgarlandslaginu.
HJÓLIÐ er sýningaröð sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík setur upp í opinberu rými þar sem listaverk þræða sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar. TEYGJA er fjórði áfangi í röð fimm sumarsýninga sem settar verða upp í aðdraganda fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022.
EN
THE WHEEL — WITHIN REACH
Final exhibition weekend and strapdance
SUNDAY 5th of September marks the final day of The Wheel 2021, which this year is entitled Within Reach. Six artists take part in the outdoor exhibition, Anna Líndal, Claudia Hausfeld, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Bóadóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir and Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson. Their work is spread around Laugardalur in Reykjavík. The website of the exhibition, www.hjolid.is, contains all information about locations, works and artists. For the FINAL WEEKEND Anna Líndal will take over the construction cranes at Súðavogur.
These days the cranes are being used for the construction of Vogabyggð, a new residential area in the Vogar area, but this weekend they will be taken out of gear with colorful straps dancing and moving in the wind. The takeover is a conversation with the work Different Kind of Time by the artist, which stands on the other side of the Elliðarár rivers, by the Snarfari Sailing Club area at Naustavogur. It will be possible to look at the construction cranes from various angles, including from that specific work. Together with the takeover, Different Kind of Time is an encouragement to stop up, look up and reflect on a different kind of flow in the urban landscape.
THE WHEEL is an exhibition series initiated by Reykjavík Association of Sculptors in public space, where works of art wind along bike- and walking paths in the city. WITHIN REACH is the fourth in a series of five summer exhibitions, leading up to the Association’s 50th anniversary in
2022.
Hjólið — TEYGJA
Annars konar tími — Strappadans við Voginn
helgina 21.—22. ágúst
Listamannaspjall með Önnu Líndal, sunnudaginn 22. ágúst kl. 15:00. Hittumst við Siglingaklúbbinn Snarfara, Naustavogi.
Ljósmynd: Pétur Thomsen.
Komandi helgi (21. og 22. ágúst) tekur Anna Líndal yfir byggingarkrana við Súðavog. Kranarnir eru þessa dagana notaðir við uppbyggingu á Vogabyggð, nýju íbúðarhverfi í Vogunum en um helgina verða þeir teknir úr gír og í þá hengdir litríkir borðar, sem hreyfast og dansa í vindinum. Yfirtakan er samtal við verkið Annars konar tími eftir Önnu sem stendur hinum megin við Elliðarárnar, inni á athafnasvæði Siglingaklúbbsins Snarfara við Naustavog. Hægt verður að horfa á byggingarkranana frá ýmsum sjónarhornum, meðal annars frá því verki. Annars konar tími ásamt yfirtökunni er hvatning til vegfarenda um að staldra við, líta upp og velta fyrir sér annars konar flæði í borgarlandslaginu.
Sunnudaginn 22. ágúst verður listamannaspjall með Önnu Líndal þar sem spjallað verður um framlag hennar til Hjólsins 2021. Þátttaka er ókeypis og hvetjum við áhugasama um að klæða sig eftir veðri. Safnast verður saman við Siglingaklúbbinn Snarfara, hópurinn gengur síðan saman að verkinu Annars konar tími. Yfirtakan stendur frá því vinna verður lögð niður á byggingarsvæðinu á föstudagseftirmiðdegi og þangan til mætt er til vinnu á mánudagsmorgni.
ANNA LÍNDAL hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður í yfir 30 ár. Verk hennar einkennast af sterkum samfélagslegum tilvísunum. Hún kortleggur hversdagslífið og hverfulleikann, skoðar hvað heldur veruleika okkar saman, hvað orsakar sundrung og hvernig samfélagslegt gildi er búið til. Framlag hennar til útilistasýningarinnar Hjólsins í ár er verkið Annars konar tími sem samanstendur af byggingarkrana og appelsínugulum iðnaðarstrappa sem dansar í vindinum. Verkið byggir ekki síður á því umhverfi sem umlykur það og tekur einnig yfir byggingarkranana á uppbyggingarsvæðum í kring. Annars konar tími er kveikja að virku samtali um borgarlandslagið og þá stöðugu umbreytingu sem það er í.
https://hjolid.is/is/listamenn/anna-lindal
Útisýningin TEYGJA er fjórða útgáfa Hjólsins, röð sýninga á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Sýningin teygir sig yfir stórt svæði Laugardalsins. Auk Önnu taka listamennirnir Claudia Hausfeld, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Bóadóttir, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson og Sigrún Gyða Sveinsdóttir þátt í sýningunni. Sýningarstjóri er Sunna Ástþórsdóttir. Frekari upplýsingar um listamenn, verk og staðsetningar er að finna á www.hjolid.is.
EN
The Wheel —WITHIN REACH
Different Kind of Time — Strapdance
21st—22nd of August
Artist talk with Anna Líndal, Sunday August 22nd at 3 pm. Meeting place by Snarfari Sailing Club, Naustavogur
Ljósmynd: Pétur Thomsen.
This coming weekend (21 and 22 August) Anna Líndal will take over the construction cranes at Súðavogur. These days the cranes are being used for the construction of Vogabyggð, a new residential area in the Vogar area, but this weekend they will be taken out of gear with colorful straps dancing and moving in the wind. The takeover is a conversation with the work Different Kind of Time by the artist, which stands on the other side of the Elliðarár rivers, by the Snarfari Sailing Club area at Naustavogur. It will be possible to look at the construction cranes from various angles, including from that specific work. Together with the takeover, Different Kind of Time is an encouragement to stop up, look up and reflect on a different kind of flow in the urban landscape.
On Sunday the 22nd of August there will be an artist talk with Anna Líndal where she will talk about her contribution to The Wheel 2021. Participation is free and we encourage those interested to dress for the weather. We will gather at the Snarfari Sailing Club, the group will then walk together to the work. The takeover will take place from the time work is stopped on the construction site Friday afternoon and until work starts again Monday morning.
ANNA LÍNDAL has been a self-employed artist for over 30 years. Her work is characterized by strong social references. It maps everyday life and ephemerality, examines what holds our reality together, what causes division and how social value is created. Her contribution to this year's outdoor exhibition The Wheel is the work Different Kind of Time, which consists of a construction crane and an orange industrial strap that dances in the wind. The project is no less based on the environment that surrounds it and also, from time to time, takes over the construction cranes in the surrounding areas. Different Kind of Time is an ignition towards an active conversation about the urban landscape and the constant transformation it is in.
https://hjolid.is/is/listamenn/anna-lindal
The outdoor exhibition WITHIN REACH is the fourth edition of The Wheel, a series of exhibitions organized by the Sculptor Association in Reykjavík. The exhibition extends over the large area of Laugardalur. In addition to Anna, the artists Claudia Hausfeld, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Bóadóttir, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson and Sigrún Gyða Sveinsdóttir take part in the exhibition. Sunna Ástþórsdóttir is the curator. Further information about artists, works and locations can be found at www.hjolid.is.
Hjólið — listamannaspjall: Ólöf Bóadóttir
Hjólið — TEYGJA
Hvenær: 19 ágúst kl 20:00 við nýju landfyllinguna við Laugarnestanga.
Facebook event
Ljósmynd: Pétur Thomsen
Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Ólöfu Bóadóttur, fimmtudagskvöldið 19. ágúst kl. 20:00, þar sem spjallað verður um framlag hennar á útilistasýningunni Hjólið — TEYGJA.
Eftir spjallið labbar Sunna Ástþórsdóttir, sýningarstjóri, með gestum að verki Sigrúnar Gyðu Sveinsdóttur við Skarfakletta og Claudiu Hausfeld við Sægarða. Gert er ráð fyrir að gangan sjálf taki rúmlega hálftíma, og mælt er með að gestir klæði sig eftir veðri.
ÓLÖF BÓADÓTTIR (f. 1994) útskrifaðist með BA gráðu í Myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún vinnur alla jafna með efnismikla skúlptúra sem kallast á við tímann og hreyfingu. Í verkum sínum bendir hún á rótgróna afstöðu mannsins við umheiminn. Framlag hennar til Hjólsins í ár er verkið Ákveðinn Efnisbúskapur á landfyllingunni við Laugarnestanga, þar sem hún veltir fyrir tilætlunarsemi mannsins og vanhyggju gagnvart tímanum og umhverfi í fjarstæðukenndu ljósi.
http://hjolid.is/is/listamenn/olof-boadottir
Útisýningin TEYGJA er fjórða útgáfa Hjólsins, röð sýninga á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Sýningin teygir sig yfir stórt svæði Laugardalsins. Auk Ólafar taka listamennirnir Anna Líndal, Claudia Hausfeld, Ólafur Sveinn Gíslason, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson og Sigrún Gyða Sveinsdóttir þátt í sýningunni. Sýningarstjóri er Sunna Ástþórsdóttir. Frekari upplýsingar um listamenn, verk og staðsetningar er að finna á www.hjolid.is.
TEYGJA
12.06—05.09.2021
Opnun 12. júní 2021 kl. 13—17
Verið hjartanlega velkomin á opnun Hjólsins 2021, laugardaginn 12. júní. Opnunarviðburðurinn hefst kl. 13:00 með lítilli athöfn á landfyllingunni við Laugarnestanga þar sem verk Ólafar Bóadóttur er staðsett. Þar á eftir munu sýningarstjóri og sýnendur taka á móti vegfarendum við verk sýningarinnar sem dreifast um stórt svæði Laugardalsins og í Grasagarðinum verður lifandi flutningur á verki Sigrúnar Gyðu Sveinsdóttur, en nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu Hjólsins, www.hjolid.is. Þar má nálgast nánari upplýsingar um verk sýningarinnar, listamenn og staðsetningar.
LISTAMENN HJÓLSINS 2021 — TEYGJA
Anna Líndal
Claudia Hausfeld
Ólafur Sveinn Gíslason
Ólöf Bóadóttir
Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson
Sigrún Gyða Sveinsdóttir
TEYGJA er fjórða útgáfa Hjólsins, sýningarröð Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Að þessu sinni fer sýningin fram í Laugardalnum, stóru svæði þar sem atvinnustarfsemi og íbúabyggð mætast og móta umhverfi og mannlíf. TEYGJA lítur til eiginleika listarinnar til að ná til þess hluta veruleikans sem lendir inn á milli eða verður eftir þegar við skipuleggjum og áttum okkur á umheiminum sem manngerðu umhverfi.
SÝNINGARSTJÓRI:
Sunna Ástþórsdóttir
Sýningin hlaut veglegan stuðning frá Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóð.
English
A warm welcome to the opening of The Wheel 2021, Saturday June 12th. The opening event starts at 1 pm with a small ceremony on the landfill at Laugarnestangi where Ólöf Bóadóttir's work is located.
Afterwards, the curator and exhibiting artists will greet visitors by the various works of the exhibition, which spreads over the large area of Laugardalur. In Grasagarður there will be a live performance of Sigrún Gyða Sveinsdóttir's work. More information about the opening program can be found on THE WHEEL’s website, www.hjolid.is. Further information about the exhibition's work, artists and location can be found there.
EXHIBITING ARTISTS:
Anna Líndal
Claudia Hausfeld
Ólafur Sveinn Gíslason
Ólöf Bóadóttir
Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson
Sigrún Gyða Sveinsdóttir
WITHIN REACH is the fourth edition of The Wheel, an exhibition series by the Sculptors' Association in Reykjavík. This time the exhibition takes place in Laugardalur, a large area where business and residential areas meet and shape the environment and human behavior. WITHIN REACH looks towards art’s ability to reach the part of reality that falls in between or is left behind when we plan and understand the world around us as a man-made environment.
The exhibition received generous support from the City of Reykjavík and the Visual Arts Fund.
CURATOR:
Sunna Ástþórsdóttir
Kæri félagsmaður
Aðalfundi Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem átti að vera 13. maí er frestað vegna óviðráðanlega orsaka.
Nýr fundur er boðaður fimmtudaginn 27. maí klukkan 20:00 í húsnæði félagsins á Nýlendugötu 15.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi
a) Skýrsla stjórnar.
b) Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
c) Lagabreytingar.
d) Umsóknir um félagsaðild.
e) Kjör stjórnar og nefnda félagsins.
f) Fjárhagsáætlun og ákvörðun um árgjald.
g) Önnur mál.
Á fundinum verður kosið í verkstæðisnefnd og skemmtinefnd. Áhugasamir láti vita fyrir aðalfundinn á netfangið mhr@mhr.is. Framboðs og atkvæðisrétt ásamt rétti til fundarsetu hafa einungis skráðir og skuldlausir félagsmenn.
Virðingarfyllst Stjórnin.
Ef þú ert félagi í Myndhöggvara félaginu endilega komdu í grúppuna á fésbókinni. Grúppan er ætluð félagsmönnum til að miðla upplýsingum innan húss.
If you are a member of the Sculpture Association join our group on Facebook.
VerkEfni - Kynning á störfum myndhöggvara
Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á vinnustofu sinni á Bakkastöðum 113, 112 Reykjavík. Opið verður í september á laugardögum og sunnudögum kl. 14 – 18. Og á öðrum tímum eftir samkomulagi í síma 895 9897, hægt er að taka á móti 10 manna hópum.
Vinnustofan og staðsetning hennar er ævintýraheimur útaf fyrir sig. Til sýnis verða nýjir og eldri skúlptúrar og lögð er áhersla á kynningu á verkefnum tengdum vinnu myndhöggvara, sem í þessu tilfelli er með sérþekkingu á gleri og steinsteypu: Útilistaverk fyrir einkagarða - Módel og tillögur af útilistaverkum fyrir almennings rími – Glerflísar og mósaik verkefni – Hellur og steinagólf - Innréttingar / innsetningar – Legsteinar og fl.
Ath. Sunnudaginn 20.09.2020 lýkur „Yfir Gullinbrú“ sýningu Myndgöggvarafélagsins í Reykjavík. Verk Brynhildar „ Tíminn og Efnið „ er staðsett við milli göngu og reiðstígs á móts við Barðastaði 35, sem er í 4 mín. göngufæri frá vinnustofunni.
Þessi sölu og kynningarsýning er styrkt af Reykjavíkurborg: Menningarstyrkur vegna Covid-19.
Kallað er eftir tillögum og hugmyndum fyrir Hjólið 2021 / Tillögur sendist á fyrir miðnætti 6. september 2021.
Kallað er eftir tillögum og hugmyndum frá félagsmönnum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík fyrir fjórða áfanga Hjólsins sem mun fara fram sumarið 2021. Hjólið er röð útisýninga í fimm áföngum á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem haldin er í tilefni fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Fyrsta áfanga Hjólsins var hleypt af stokkunum sumarið 2018, öðrum áfanga sumarið 2019 og þeim þriðja nú í ár, sumarið 2020. Nýr sýningarstjóri leiðir hvern áfanga og er sérstök áhersla lögð á að leita til fagfólks með ólíkar áherslur og persónulega sýn á tíma og rými borgarinnar.
Sýningarnefnd Hjólsins hefur falið Sunnu Ástþórsdóttur að leiða fjórðu útgáfu Hjólsins sem haldin verður árið 2021, og velja úr innsendum hugmyndum félagsmanna til frekari útfærslu. Að þessu sinni mun Hjólið þræða sig eftir hjóla- og göngustígum sem liggja um hverfi 104 (Tún, Teigar, Laugardalur, Lækir, Laugarnes, Laugarás, Sundahöfn, Sund, Heimar, Skeifan, Vogar, Merkur). Sýningin hefur hlotið vinnutitillinn Seiling og vísar titillinn í það hvernig listin nær til þess hluta raunveruleikans sem lendir á milli eða verður eftir þegar við skipuleggjum og áttum okkur á heiminum sem manngerðu umhverfi, samgönguæðum, kerfum og öðrum föstum skorðum.
Tillögum skal skila rafrænt, en félagsmönnum er frjálst að koma hugmynd sinni til skila á skriflegan og/eða myndrænan hátt. Einnig eru myndhöggvarar hvattir til að senda inn tillögur sínar á hvaða stigi ferlisins sem þær kunna að vera. Verkin þurfa ekki að einskorðast við eina staðsetningu eða rými, heldur geta þau verið í mörgum hlutum og dreift sér yfir stærra svæði. Engar takmarkanir eru settar varðandi stærð verka eða þann miðil sem þau verða unnin í, og senda má inn fleiri en eina tillögu að bæði áþreifanlegum og óefniskenndum verkum. Áætlað er að sýningin verði opnuð um mánaðarmótin maí/júní 2021 og að hún sé aðgengileg almenningi út septembermánuð 2021.
Tekið er á móti tillögum til miðnættis sunnudaginn 6. september 2021. Skila skal gögnum rafrænt í tölvupósti á sunna.astthors@gmail.com undir yfirskriftinni „Hjólið 2021“. Fyrirspurnir sendist á sama netfang. Öllum umsóknum verður svarað innan örfárra daga, og ekki síðar en mánudaginn 14. september. Við val á tillögum verður litið til þess hvernig þær rýma við upphafsstef sýningarinnar, samræmast grunnhugmynd Hjólsins að fylgja hjóla- og göngustígum höfuðborgarinnar og á hvaða hátt verkin vinna með staðsetningu og ólíkar kringumstæður í borgarlandinu. Við val á sýnendum verður gætt að fjölbreytileika milli kynja og kynslóða, óháð bakgrunni en sömuleiðis hvað varðar efnistök og umfjöllunarefni. Sjö listamenn verða valdir til þátttöku í Hjólinu 2021.
Sýningunni verður miðlað í prentuðum bæklingi, á samfélagsmiðlum og á vefsíðu Hjólsins,
www.hjolid.is
Nánar um upphafsstef Hjólsins 2021
Hjólið 2021 leggur út af vinnutitlinum Seiling sem vísar í eiginleika listarinnar til að ná til þess sem oft fellur á milli lína eða verður útundan í því umhverfi sem maðurinn býr sér. Hugmyndir, hluti og lífverur sem hrærast í sprungunum en eru innan seilingar listarinnar. Það sem er fjarverandi, það sem við óttumst, væntum eða ímyndum okkur, en einnig það sem ráðandi öfl og samfélagsgerð þvingar til hliðar eða veitir ekki svigrúm. Hjólið 2021 mun eiga sér stað á svæði þar sem atvinnustarfssemi og íbúabyggð mætast og móta umhverfi og mannlíf. Fjölbreyttir vinnuferlar, flutningar og hræringar eiga sér stað innan svæðisins sem hefur áhrif á viðhorf, mannvist, stigveldi og menningu innan sem utan þess. Með því að teygja sig inn á milli mannvirkja og athafna opnar listin á nýtt samtal eða ögrun við það sem blasir við, það sem við
vitum og þekkjum, og það sem er viðtekið.
Út frá þessum opnu hugleiðingum hefur Hjólið 2021 för, en verkin sem verða fyrir valinu og það samtal sem skapast í samstarfi sýningarstjóra og listamanna mun ákvarða stefnuna og móta endanlegan ramma sýningarinnar.
Tillögur skulu innihalda
1. Greinargóða lýsingu á hugmynd að verki, í orði og/eða myndum, auk ítarefnis sem tengist hugmynd (hámark 1A4 bls og/eða 5 myndir í lágri netupplausn. Hljóð og
vídeóefni aðeins með hlekkjum á netsíðu)
2. Gróf kostnaðaráætlun (helstu kostnaðarliðir og áætlaðar upphæðir eftir fremsta megni. Hámark 1 A4 bls.)
3. Stutt ferilskrá og myndir af fyrri verkum (hámark 1 bls og 5 myndir í lágri netupplausn) auk hlekks á heimasíðu ef hún er til staðar.
Tillögur sendist á sunna.astthors@gmail.com fyrir miðnætti 6. september 2021.
Efniskostnaður og þóknun til listamanns nemur samtals 400.000 krónur. Einungis skuldlausir félagar geta tekið þátt.
Staðsetning Hjólsins 2021
Svæðið sem Hjólið 2021 teygir sig yfir er rótgróið í borgarmyndinni, þó það sé enn gert ráð fyrir uppbyggingu hér og þar – eða inn á milli. Þar er að finna ýmsar byggingar, stofnanir, hverfi, byggingarreiti og græn svæði sem bæði hafa grafið sig inn í menningarlandslagið og þjóna hagnýtu hlutverki. Hjólið 2021 mun eiga sér stað í svæðisnúmeri 104. Lesa má nánar um svæðið í Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010–2030, bls. 244–251, borgarhluti 4.
Eftirfarandi er stuttur úrdráttur þaðan, en umsækjendur eru hvattir til að fara á staðinn og kynna sér svæðið með eigin líkama og hug. Svæðið er stórt og nær yfir nokkur gróin og að mestu leyti fastmótuð íbúðarhverfi (Tún, Teiga, Læki, Laugarás, Sund, Heima og Voga) og atvinnusvæði sem eru í stöðugri þróun og uppbyggingu. Þar ber til dæmis að nefna Sundahöfnina, eitt umfangsmesta hafnarsvæði á landinu sem er í þróun sem ein helsta inn- og útflutningsstöð landsins, og er þar með bein tenging við önnur lönd. Göngu- og hjólastígar á svæðinu tengja það svo við önnur hverfi borgarinnar. Sundahöfnin er um 180 hektarar sem er mun stærra hafnar- og athafnarsvæði en
tíðkast annars staðar. Þar eru vörugeymslur, gámavellir, flutningahöfn, dreifingamiðstöðvar og landflutningsstöðvar. Einnig er við Sundahöfn fjölnotahöfn þar sem meðal annars skemmtiferðaskip af ýmsum stærðum og gerðum geta lagt við höfn. Nokkur þróunarsvæði er að finna á svæðinu með miklum uppbyggingarmöguleikum, bæði fyrir nýjar íbúðir með tilheyrandi fjölgun íbúa í borgarhlutanum (t.d. við Blómaval og Sláturfélagsreit), og aukningu á alls konar atvinnustarfssemi, það er sem dæmi gert ráð fyrir aukningu á verslun og þjónustu, nýjum skrifstofubyggingum og hótelum við Skeifuna, Kirkjusand, Höfðatorg og Köllunarklett.
Svæðið við Kleppspítala er í þróun. Kleppur tilheyrir geðsviði Landspítalans og er jafnframt fyrsta geðsjúkrahús landsins. Markmiðið með stofnun Klepps var fyrst og fremst að létta á vanda við heimili geðsjúkra og búa hinum veiku mannsæmandi dvalarstað, frekar en að stunda þar eiginlegar lækningar. Saga sjúkrahússins er samofin sögu geðlækninga- og hjúkrunar hér á landi og í dag eru þar starfræktar nokkrar deildir sem veita endurhæfingu og margvísleg meðferðarúrræði. Gert er ráð fyrir mögulegri aukningu á atvinnuhúsnæði við spítalann, með tilliti til nálægðar við starfssemi hans. Auk þess verður útivistarsvæði nyrst við Klepp tryggt. Íbúðarhverfin, sem teljast að mestu leyti fullbyggð, byggðust upp í áföngum. Elsti hluti Túnanna er frá 1940, á meðan önnur hverfi, svo sem Teigar, Vogar, Sund og Laugarás byggðust að mestu leyti upp um og eftir 1945. Önnur hverfi spruttu fram á sjötta, sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar. Hverfin teljast nokkuð heilsteypt og hafa hvert um sig sérstök einkenni. Yfirleitt er stutt í alla helstu þjónustu, s.s. skóla, frístundastarf og matvöruverslun.
Svæðið dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum en árið 1871 setti Sigurður málari fram þá hugmynd að Laugardalur yrði íþrótta og útivistarsvæði fyrir íbúa Reykjavíkur og hefur þeirri stefnu verið haldið allar götur síðan. Fjölbreytt íþrótta- og afþreyingaraðstaða er á svæðinu s.s. Laugardalslaug, Laugardalshöll, Grasagarðurinn og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Laugardalurinn er í raun einn af mikilvægustu borgargörðum Reykjavíkur.