Heiðursfélagar / Honorary fellows
Gísli Kristjánsson f. 1925 - d. 2015


 


Gísli Kristjánsson tengdist MHR og húsnæði þess að Nýlendugötu 15 margslungnum böndum. Hann fæddist á staðnum árið 1924 en foreldrar hans voru Ingibjörg Árnadóttir ljósmóðir og Kristján Gíslason eldsmiður. Nýlendugata 15 var heimili fjölskyldunnar og rak faðir hans eldsmiðju og vélsmiðju í húsinu frá árinu 1920. Snemma beygist krókurinn og Gísli öðlaðist dýrmæta reynslu nálægt glóandi málminum. Síðar lærði hann vélsmíði og loks bæði rafsuðu og logsuðu í Bandaríkjunum. Hann var útsjónarsamur frá fyrstu tíð og listræn hagleikssmíði hans leynist víða í borginni.

Þann 9.júlí árið 1993 afhenti Reykjavíkurborg Myndhöggvarafélaginu húsnæðið að Nýlendugötu 15. Að því tilefni bauð Brynhildur Þorgeirsdóttir, þáverandi formaður MHR, Gísla að setja hér upp aðstöðu. Það var mikið gæfuspor fyrir félagið. Allt frá fyrstu tíð deildi Gísli  reynslu sinni og þekkingu með félagsmönnum, rétti þeim marga hjálparhöndina og var ráðagóður á ýmsa lund.

Árið 2010 var Gísli Kristjánsson gerður að heiðursfélaga Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.

Gísli Kristjánsson lést árið 2015.


Magnús Pálsson f. 1929


Sigrún Guðmundsdóttir f. 1942 
Sigrún Guðmundsdóttir, myndhöggvari, fæddist árið 1942 í Reykjavík þar sem hún býr og starfar í dag. Hún lauk námi frá Statens Kunstakademi í Osló árið 1969 en áður hafði hún stundað nám við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess sem hún var gestanemi við Statens Kunst og Håndverkskole í Osló. Jafnhliða myndlistinni kenndi Sigrún við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands um árabil. Sigrún hefur tekið þátt í sýningum hérlendis sem og erlendis frá því hún lauk námi í Osló  árið 1969 auk þess sem hún á verk í opinberri eigu hér á landi og í Noregi.

Sigrún fæst núna hvort tveggja við skúlptúrverk og damaskussmíði og er efniviður á síðari árum aðallega tré og stál en fyrr á árum vann hún jöfnum höndum í leir, gips, brons og stein. Þar að auki smíðar hún flest verkfæri sín sjálf í afli þegar á þarf að halda. Hugmyndaleg kveikja að verkum Sigrúnar er oft frásögn eða myndræn sýn á því sem fyrir augu ber eða það sem grípur huga hennar þá stundina, hvort heldur það eru minningar frá æskuárunum eða hughrif líðandi stundar.Anna Eyjólfsdóttir f. 1948Hreinn Friðfinnson f. 1943Hallsteinn Sigurðsson f. 1945 


︎    ︎                                                                                                            


Aðalsíða / Main page