
Nýlendugötu 17a í miðbæ Reykjavíkur
︎ hoggmyndagardurinn(at)gmail.com
NÚNA / NOW
Færðu mér liti
Bring me colours
Bring me colours
18. janúar - 8. mars 2026
Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Færðu mér liti eftir Eygló Harðardóttur í Höggmyndagarðinum þann 18 janúar næstkomandi kl 14:00 - 17:00.
Sýningin „Færðu mér liti“ er unnin sérstaklega fyrir Höggmyndagarðinn og er litríkt stefnumót við grámóðu og litleysu. Verkið er innsetning þar sem skúlptúrískir eiginleikar málverksins eru kannaðir og stærðargráður þess ýktar. Verkin skapa eina heild og var handritið að sýningunni upphaflega þróað sem innsetning í smáum skala inní líkan af Höggmyndagarðinum. Lokaútkoman er trú skissukenndum eiginleikum smágerðra frummyndanna. Byggingarefni verkanna eru litir, tjalddúkar, timbur og kopar. Löngun í liti, leikur með skala og áhugi á almenningsrýmum borgarinnar eru stórir áhrifavaldar við gerð verkanna.
///
Please join us for the opening of the exhibition Bring Me Colours by Eygló Harðardóttir at the Sculpture Garden on January 18th from 2:00 PM - 5:00 PM.
The exhibition “Bring Me Colours” is specially created for the Sculpture Garden and is a colorful encounter with grayness and colorlessness. The work is an installation where the sculptural qualities of painting are explored and its scale is exaggerated. The works create a single whole and the script for the exhibition was originally developed as a small-scale installation inside a model of the Sculpture Garden. The final result is faithful to the sketchy qualities of the miniature original paintings. The building materials of the works are colours, canvas, wood and copper. A desire for colour, a play with scale and an interest in the city’s public spaces are major influences in the creation of the works.

Eygló lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1983–87) og AKI Academy of Art & Design, í Enschede, Hollandi (1987–90), en auk þess hefur hún lokið Meistaragráðu í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands (2014). Eygló er fædd í Reykjavík 1964. Á ferlinum hefur hún haldið fjölda sýninga. Meðal annarra hélt hún 2025 einkasýningu í Svavarssafni á Höfn og afrakstur vinnustofudvalar á Indlandi á samsýningunni „Meðal Guða og manna: Íslenskir listamenn í Varanasi" í Listasafni Árnesinga. Á Vetrarhátíð 2024 varpaði hún vídeó-ljóslistaverkinu „Sviðsmyndir” á Kópavogskirkju. Sama ár vann hún staðbundnu sýninguna „Til fortíðar" við og í Fundarhúsi Lónmanna fyrir sýninguna Umhverfing Nr 5. Einnig tók hún þátt í SIB, þverfaglegri listasmiðju í formi rannsóknarleiðangra upp með Þjórsá. Árið 2023 hélt hún einkasýninguna „Þú átt leik” í öllu húsi Ásmundarsalar og gaf út samnefnt bókverk. Hún hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 fyrir einkasýninguna „Annað rými” sem haldin var í Nýlistasafninu 2018. Verk hennar eru varðveitt í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Ríkisútvarpinu, Women's Studio Workshop í New York, Kultuurikauppila í Finnlandi og The Metropolitan Museum í New York.
Samhliða listsköpun, sem hún hefur hlotið starfslaun, styrki og viðurkenningar fyrir, hefur Eygló sinnt kennslu frá árinu 2000, bæði í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Eygló's works spans two- and three- dimensional media - drawings, sculpture, artists books and installations.Eygló studied at the Icelandic College of Art and Crafts (1983-1987) and AKI Academy of Art & Design, Enschede, The Netherlands (1987-1990). She also holds a Master's degree in Art Pedagogy from the Iceland University of the Arts (2014). Her works have been shown in the National Gallery of Iceland, Reykjavík Art Museum, The Living Art Museum and numerous international exhibitions. In addition to Icelandic museum collections, her work is included in the collection of The Metropolitan Museum, New York. Eygló was awarded the Icelandic Art Prize in 2019 for her solo show "Another Space", at the Living Art Museum (Nýlistasafnið) in Reykjavík 2018.
https://eyglohardardottir.net/