Nýlendugötu 17a í miðbæ Reykjavíkur          
︎  hoggmyndagardurinn(at)gmail.com


NÚNA / NOW 

Að safna regni / Gathering rain

Nína Óskarsdóttir 

Opnun / Opening 7/9



Tímabil 7/9- 26/10 2024


Vatnið seytlar niður steinleirinn, úr einu kari yfir í annað. Hægt og rólega fyllast þau, ef það rignir í haust. Rigningarvatnið, undirstaða lífsins, smýgur í gegn um jarðlögin, nærir plöntur og dýr. Það er í miðju hringrásar ferðalagi og ber með sér visku himnanna áður en það safnast hér saman, staldrar örlítið við og heldur svo áfram.





The water trickles down the stoneware clay, from one vessel to another. Slowly but surely they start to fill up, if it rains this autumn. Rainwater, the basis for life, seeps through the sediments, nourishing plants and animals. It is in the middle of its cyclical journey, carrying the wisdom of the skies before gathering here, pausing for a while and then continuing.



Nína Óskarsdóttir útskrifaðist með MA gráðu í myndlist árið 2020 frá Listaháskóla Íslands þar sem hún kláraði einnig BA nám sitt 2014. Samhliða meistaranámi sínu stundaði hún kvöldnámskeið í keramíkdeild Myndlistarskólans í Reykjavík og hefur eftir nám tileinkað iðkun sinni leirnum. Nína hefur tekið þátt í fjölda sýningarverkefna bæði hérlendis og í úti, af nýlegum sýningum má nefna samsýninguna D-vítamín í Hafnarhúsi og einkasýninguna Uppsprettu í Safnasafninu.




Nína Óskarsdóttir graduated with an MA in fine arts from Iceland University of the Arts in 2020, where she also completed her BA  in 2014. Alongside the MA studies she took evening classes in the ceramics department of The Reykjavík School of Visual arts and has dedicated her practice to clay after her studies. Nína has taken part in a number of exhibitions both in Iceland and abroad, most recently the group show Vitamin-D in Hafnarhús, Reykjavík Art Museum and the Solo show Source in The Icelandic Folk and Outsider Art Museum.





 




︎    ︎                                                                                                            


Aðalsíða / Main page