Nýlendugötu 17a í miðbæ Reykjavíkur
︎ hoggmyndagardurinn(at)gmail.com
NÚNA / NOW
Listamenn sem sýna í verkefninu ANNAR GARÐUR 2025 eru: Ósk Gunnlaugsdóttir, Anna Hallin og Olga Bergmann, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Eva Ísleifs og Eygló Harðardóttir.
ANNAR GARÐUR er 5 sýningar sería í Höggmyndagarðinum í Reykjavík sem nær yfir 12 mánaða tímabil. Verkin á sýningunum fást við tengingar mannsins við “garðinn” á hugmyndafræðilegum sem og sögulegum skírskotum. Verkefnið er ætlað til að virkja rýmið þar sem garðurinn stendur við Nýlendugötuna í miðbæ Reykjavíkur. Garðar eru staðir sem fólk hittist á, viðburðastaðir, staðir fyrir ýmundunaraflið. Þetta eru græn rými sem eru sífellt að verða meira og meira mikilvægari fyrir andlega líðan í þjóðfélaginu. Það er því á ábyrgð okkar allra að skapa vettvang þar sem þegnar þjóðfélagsins geta komið saman notið menningar og nándar við nágungan.
Í gegnum myndlistarsöguna hefur skúlptúrlistin verið karlæg og er þessi sýningar sería ætluð að varpa ljósi á skúlptúrverk kvenna í samtímalist á Íslandi sem og búa til vettvang fyrir umræðu um skúlptúr list í almenningsrými. Í samtíma þjóðfélagi í dag ríkir mikil kynjaleiðrétting í myndlistar sögulegum tilgangi. Titillinn á verkefninu Annar Garður er leikur að nafni á bók eftir heimspekingin Simone de Beauvoir The Second Sex sem skrifuð var árið 1949 og fjallaði um kvenkynið sem annars flokk kyn. Við kyngervum oft þætti í náttúrulegu umhverfi okkar og er það kvenleg tenging við hvað við köllum sameiginlegt heimili okkar móðir jörð en samt hefur samfélagið kennt okkur að óbyggðirnar eru í eðli sínu karlmannlegar. Meðal táknrænna mynda sem tengjast landslagi er garðurinn stærstur og táknar hann oft þrá mannsins til að lifa í sátt með náttúrunni og á sama tíma stígur hann fyrir utan hana siðferðilega og menningarlega. Hver er þessi annar garður? Er hann félagslega mótaður?
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Landsbankanum.
Sýningarstýrt af Evu Ísleifs og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík.