Nýlendugötu 17a í miðbæ Reykjavíkur.
NÚNA / NOW Verið hjartanlega velkomin á sýninguna hennar Guðrún Veru RUMSKARAR í Höggmyndagarðinum en hún opnar 8 október næstkomandi kl 15:00.

Rumskari verður til þegar skynfæri, eins og nef, tekur sér bólfestu á steini líkt og fléttur eða skófir. Rumskarar geta orðið til víðast hvar á landinu, en í höggmyndagarðinum standa tólf Rumskarar sem allir koma frá Vogabyggð í Reykjavík þar sem verið er að byggja nýtt íbúðarhverfi. Þeir eru steinbrot úr bergi sem nýverið var sprengt til að koma upp grunni fyrir nýbyggingu. Þessi steinar eru í raun eins og nýburar huldir jarðleir, líkt og nýfædd börn með ungbarnafitu, þegar þeir voru teknir úr hrúgum, enn sárir og rispaðir eftir ofbeldisfulla sundrung bergsins. 

Ég hef, svo lengi sem ég man eftir, haft löngun til að hafa vekjandi áhrif á fólk; að fólk finni til sín sjálfs og fagni lífinu. Sennilega er það ástæðan fyrir því að ég rataði á veg listarinnar, því listamenn hafa öldum saman verið að kljást við þetta sama viðfangsefni. Það er í raun ekki flókið að búa til hlut úr efni og stilla honum upp í rými, en það er ekki nóg. Listin töfrar og listamaðurinn þarf að vera eins og álfadís í ævintýri sem veifar sprota til að lítill tréstrákur vakni til lífsins. Það gerist þó ekki í efninu sjálfu. Líf þetta vaknar hjá áhorfandanum, þegar hann myndar tengsl við listaverkið og það hreyfir við einhverju innra með honum. Listamaður samtímans er því ekki að sýna í formi hvernig hann upplifir heiminn heldur skapar hann tækifæri fyrir aðra til að spegla sig í forminu, upplifa það upp á eigin spýtur og þannig vaxa, hugsa, finna og bregðast meðvitað við.

Í skúlptúrum mínum skoða ég viðkvæmni mannlegrar tilvistar og náttúru. Ég skapa verk sem formrænt snerta þessa tvo þætti, oft sem táknmyndir fyrir svefn manna gagnvart náttúrunni og ákall til þeirra að vakna og sjá sjálfa sig í henni. Táknmyndin höfðar til hugsunar en hluturinn til líkamans. Þau eru hins vegar óaðgreinanleg í þeirri merkingu að hugsun er ekki aðskilin frá líkamanum.

Guðrún Vera Hjartardóttir 2022


https://www.gudrunvera.com/


English

We warmly welcome you to the show of Guðrún Vera Hjartardóttir Rousersin the Sculpture Garden on the 8th of October at 3PM

Rousersis created when one of our senses, such as a nose, takes up residence on a stone, like lichens. Rousers can be created in most parts of the country, but in the sculpture park there are twelve Rousers, all of whom come from Vogabyggð in Reykjavík, where a new residential area is being built. They are fragments of rock that have just been blasted to create a foundation for a new building. These rocks are really like newborns covered in earthen clay, like newborn babies with baby fat, when they were taken from the piles, still sore and scratched from the violent disintegration of the rock.

I have, for as long as I can remember, felt a longing to have an awaking influence on people; that people may feel and celebrate life. That's probably the reason why I found my way to art, because artists have been struggling with this same subject for centuries. Creating an object out of material and presenting it to others. But that's not really enough. Art is magical in a sense that the artist has to be like a fairy, waving a wand to make a little wooden boy come to life. However, it does not happen in the material alone. The artwork awakens within the viewer, when he forms a connection with the work of art and what it stirs inside him. The contemporary artist is therefore not giving form to how he experiences the world, he rather creates an opportunity for others to reflect themselves in the form, experience it on their own and thus grow, think, feel and react consciously.

In my sculptures I examine the fragility of human existence and nature. I create works that touch on these two elements, often as symbols for humanities sleep towards nature, and as a call out to us to wake up and see ourselves in the form of nature. The symbols appeal to our mentality, but the object appeals to the body. However, they are indistinguishable in the sense that thought is not separate from the body.

Guðrún Vera Hjartardóttir 2022 ︎    ︎                                                                                                             


Aðalsíða / Main page