
Nýlendugötu 17a í miðbæ Reykjavíkur
︎ hoggmyndagardurinn(at)gmail.com
NÚNA / NOW
Endurkoman
18. apríl - 15 júní 2025
Anna Hallin & Olga Bergmann
![]()
Anna Hallin & Olga Bergmann

Verið hjartanlega velkomin/n á opnun á sýningunni Endurkoman á föstudaginn langa 18 apríl kl 17:00 í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a, 101 Rvk. Sýningin er eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin. „Endurkoman” sækir innblástur í 5000 ára gömul mesópótamísk augnskurðgoð sem uppgötvuðust við fornleifauppgröft í Tel Brak í Sýrlandi rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari og ólíkar hugmyndir um uppruna þessara skurðgoða og hlutverk. Verkið fjallar um tilfærslur í tíma, staðsetningu og menningu með vísbendingum í anda fornleifauppgraftar þar sem nýju ljósi er varpað á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna.
„Endurkoman“ kallast á við verkið „Missing Time“ sem Olga og Anna sýndu á norræna tvíæringnum Momentum 9 - Alienation í Noregi árið 2017. Heimspekingurinn Michel Foucault notaði aðferðir fornleifafræðinnar til að sýna fram á að nútíminn væri afleiðing fortíðarinnar en sú fortíð er aðeins skráð að hluta. Þetta skráningarferli byggir á útilokunarkerfi sem ræður því hvað kemst inn í mannkynssöguna. Það sem ekki passar í kerfið er útilokað frá skrásetningu, sem gerir söguna götótta og opnar fyrir skáldskap. Skáldskapurinn fyllir upp í þessi göt og býr til möguleika á að horfa á söguna frá nýju sjónarhorni.


Olga og Anna hafa frá árinu 2005 unnið fjölda verka og verkefna í sameiningu. Um er að ræða myndlistarsýningar heima og erlendis, til dæmis í Listasafni Íslands, Kling og Bang Gallerí, Safnasafninu, í Listasafni Einars Jónssonar og á norræna tvíæringnum Momentum í Moss í Noregi. Auk þess hafa þær unnið verk fyrir opinbert rými, bæði tímabundin verk í formi innsetninga innandyra og úti og verk fyrir almenningsrými og opinberar byggingar sem dæmi má nefna útilistaverk fyrir fangelsið á Hólmsheiði og verk fyrir þjónustubyggingar Kirkjugarða Reykjavíkur í Gufuneskirkjugarði. Tengsl manns og náttúru og sameiginlegur áhugi þeirra á snertiflötum vísinda og lista menningarsögu og skáldskapar eru grundvallarstef í samstarfsverkefnum þeirra. Þær
skoða þetta samspil í samhengi við söguna og samtímann en ekki síst mögulegar birtingarmyndir þessara tengsla í framtíðinni.
http://ahallin.this.is/
http://olga.this.is/
The Return
The Return
18th of April - 15th of June 2025
Anna Hallin & Olga Bergman
Anna Hallin & Olga Bergman
Join us on Good Friday the 18th of April at 5pm for the opening of "The Return" - an exhibition by Olga Bergmann and Anna Hallin opens in the Sculpture Garden of the Sculptors' Association at Nýlendugata 17a.
"The Return" draws inspiration from 5000-year-old Mesopotamian eye idols that were discovered during an archaeological excavation in Tell Brak, Syria just before World War II, and various ideas about the origin and role of these idols. The work deals with shifts in time, location, and culture with clues in the spirit of archaeological excavation, shedding new light on the cultural and geological context of the objects.
"The Return" is in dialogue with the work "Missing Time" that Olga and Anna exhibited at the Nordic Biennial Momentum 9 - Alienation in Norway in 2017.
The philosopher Michel Foucault used archaeological methods to demonstrate that modernity is a consequence of the past, but that the past is only partially recorded. This recording process is based on a system of exclusion that determines what enters human history. What doesn't fit into the system is excluded from documentation, making history patchy and open to fiction. Fiction fills in these gaps and creates the possibility of looking at history from a new perspective.
Since 2005, Olga and Anna have collaborated on numerous works and projects. These include art exhibitions at home and abroad, for example at the National Gallery of Iceland, Kling and Bang Gallery, The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, at the Einar Jónsson Museum, and at the Nordic Biennial Momentum in Moss, Norway. In addition, they have created works for public spaces, both temporary works in the form of indoor and outdoor installations, and pieces for public spaces and official buildings. For example, an outdoor artwork for the prison at Hólmsheiði and works for the service buildings of Reykjavík Cemeteries in Gufuneskirkjugarður.
The relationship between humans and nature, and their shared interest in the intersections of science and art, cultural history and fiction, are fundamental themes in their collaborative projects. They examine this interplay in the context of history and the present, but especially the potential manifestations of this interaction in the future.
http://ahallin.this.is/
http://olga.this.is/