Tölvupóstur
Contact
mhr(at)mhr.is

Um / About  
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað 1972. Félagið hefur löngum verið virkt í sýningarhaldi bæði innan dyra sem utan, í Reykjavík en einnig úti á landi og m.a. verið þáttakandi í Listahátíð í Reykjavík og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000.  Félagið hefur átt frumkvæði að sýningunum List um landið, Strandlengjan I og II, Firma ´99 auk fjölda annarra útisýninga víða um land og erlendis. Helstu verkefni félagsins, utan sýningarhalds, hafa snúið að vinnuaðstöðu og starfsskilyrðum myndhöggvara. Fyrstu tvo áratugina var félagið með aðstöðu á Korpúlfsstöðum og byggði þar upp öflugt starf sem setti mikið svipmót á myndlistarlífið í landinu. Árið 1993 gerði félagið leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af Nýlendugötu 15 og rekur þar verkstæði og vinnustofur. Þessi samningur var nýlega endurnýjaður.

English text will be available soon.....Stjórn / Board 
Stjórnarformaður 
Chairman of the Board 
Logi Bjarnason 

Meðstjórnendur
The Board 
Finnur Arnar Arnarson
Katrín Inga Hjördísardóttir Jónsdóttir
Olga Bergmann
Þórarinn Blöndal︎    ︎                                                                                                             


Aðalsíða / Main page